MasterChef í kvöld. Ég ákvað að slá til og taka þátt í keppninni. Ég er með nokkur fiðrildi í maganum fyrir kvöldinu, bæði spennt og stressuð að horfa á. Úr fréttablaðinu í dag. Ég vona að þið eigið gott kvöld framundan. xxx Eva Laufey Kjaran
MasterChef í kvöld. Ég ákvað að slá til og taka þátt í keppninni. Ég er með nokkur fiðrildi í maganum fyrir kvöldinu, bæði spennt og stressuð að horfa á. Úr fréttablaðinu í dag. Ég vona að þið eigið gott kvöld framundan. xxx Eva Laufey Kjaran
Heitt piparmyntusúkkulaði er í miklu eftirlæti hjá mér, hér kemur einföld uppskrift að heitu súkkulaði. Piparmyntusúkkulaði 1 líter mjólk 175 g suðusúkkulaði 1 stk pipp súkkulaði (40 g) 2 dl vatn smá salt Hitið vatn og látið súkkulaðið bráðna í því, passið ykkur á því að sjóða ekki vatnið. Hrærið vel í á meðan. Þegar súkkulaðið er bráðið þá bætið þið mjólkinni út í og hitið þar til fer að sjóða. Að lokum þá bætið þið smá salti út í, leyfið þessu að malla í smá stund við vægan hita. Mér finnst best að þeyta rjóma og setja væna skeið af rjóma í minn bolla, en það er líka dásamlegt að setja vanilluís út í. Ég átti nokkra jólastafi sem ég braut í litla mola og…
Aðeins tólf dagar í blessuð prófin og svona er útsýnið mitt þetta miðvikudagskvöldið. Núna er ég búin að skipuleggja dagana fram að prófum og flokka námsefnið, þannig nú má fjörið hefjast. Ég reyni að hafa huggulegt í kringum mig á meðan að ég læri, kveiki á kertum, hlusta á jólalög, fæ mér heitt súkkulaði og kaffi til skiptis, svo auðvitað stelst ég í baksturinn. Jólabaksturinn er algjör nauðsyn fyrir mig, þá næ ég að dreifa huganum og stressið minnkar töluvert. Það eina sem skiptir þá máli í eitt augnablik er hversu mikið af sykri, smjöri og hveiti ég þarf að nota í kökurnar. Svo er nú ekkert betra en nýbakaðar smákökur með lestrinum. Núna sit ég hér inni með kertaljós mér við hlið, ég er…
Bræður mínir voru að fara aftur til Noregs í dag, svo í gær þá langaði mig til þess að bjóða þeim í mat. Ég var svolítið lengi fyrir sunnan í gær svo það var ekki mikill tími sem ég hafði til þess að elda, þá datt mér í hug mexíkóskt lasagna. Réttuinn er mjög einfaldur og fljótlegur. Ég hef alltaf notað kjúkling í þann rétt en ákvað að breyta aðeins til og nota nautahakk í staðinn. Ég dreif mig í búðina, að vísu þurfti ég að fara í tvær ferðir vegna þess að ég er svo ferlega gleymin. Það er ekkert eins dásamlegt og vera loksins komin heim, með fulla poka, loksin búin að taka upp úr þeim og átta sig síðan á því að…
Fimm myndir sem minna mig á yndisleg augnablik frá því í sumar. Hádegisdeit á Snaps með ótrúlega skemmtilegum vinum á sólríkum sumardegi Fór í fyrsta skipti til Kanada í sumar. Hér er ég uppi í CN turninum í Toronto. (Þarna er ég einmitt að biðja fjölskyldu um að taka mynd af mér einni, það er agalega gaman að túristast ein í útlöndum og aldrei vandræðilegt að biðja fólk um að taka myndir. Ónei) Svakalega ljúf morgunstund í Boston. Mikil ósköp væri ég til í að liggja þarna nákvæmlega núna. Fór í fyrsta skipti inn í hið dásamlega Magnolia Bakarí í New York í sumar. Keypti mér dásamlegar bollakökur, límonaði og kökubækur. Kom mér vel fyrir í Central Park og naut þess að vera til. Mjög…
Epli með grófu hnetusmjöri og múslí er virkilega gott millimál að mínu mati. Ég sker miðjuna í burtu af eplinu, blanda saman 1 msk af grófu hnetusmjöri og 1 msk af múslí. Svo læt ég múslíblönduna inn í eplið. Vissulega er líka bara hægt að skera eplið í litla bita og setja blönduna á þannig. Mæli með að þið prufið. xxx Eva Laufey Kjaran
Nýbakað eplapæ með ís og karamellusósu, það er svo sannarlega algjört sælgæti. Ég geri oft eplapæ, þau eru bæði mjög einföld og ótrúlega góð. Mamma mín er á landinu og það er veisla á hverju kvöldi, algjört dekur. Í gær þá var mamma með dýrindis máltíð handa okkur fjölskyldunni svo ég ákváð að gera eplapæ sem tókst vel til. Pæið kláraðist og vorum við ansi södd og sæl í gærkvöldi. Ég æla að deila með ykkur uppskrift af dásamlegu eplapæi. Eplapæ 5 – 6 græn epli 2 tsk kanill 2 msk sykur 70 grömm súkkulaði 1. Flysjið eplin, fjarlægið kjarna og stilka. Skerið þau í litla bita. 2. Blandið sykri og kanil saman í skál. Blandið kanilsykrinum saman við eplin. Dreifið eplunum því næst í eldfast…
Á fimmtudaginn þó fór ég í dásamlega konfektveislu hjá Nóa Síríusi. Súkkulaðiveislan var virkilega ljúffeng, ég fór með vinkonu minni og við nutum þess að smakka allskyns súkkulaði. Konfektkassarnir fyrir árið 2012 voru afhjúpaðir og eru þeir mjög fallegir. Ég tengi konfektið frá Nóa alltaf við jólin, á mínu heimili hefur alltaf verið keypt Nóa konfekt fyrir jólin. Uppáhalds konfektmolinn minn er með marsípani. Ég get ekki beðið eftir jólunum, ég hlakka svo til. Á aðfangadagskvöld er konfektskálin hennar mömmu fyllt með Nóa konfekti, fjölskyldan kemur sér fyrir í sófanum og því næst er farið í að opna pakkana. Sumsé eingöngu sæluminningar tengdar þessu ljúffenga konfekti. Allir gestir voru leystir út með veglegum gjöfum, Nóa konfekti og glæsilegri bók, Súkkulaðiást. Bókin er virkilega vönduð og…
Ég og elsku Gunnhildur vinkona ákváðum að gera vel við okkur í hádeginu, það er nú einu sinni föstudagur. Mér finnst það afskaplega mikilvægt að hitta fjölskyldumeðlimi og vini í hádeginu á virkum dögum, borða góðan mat og spjalla. Að gera sér dagamun er nauðsynlegt. Við fórum og fengum okkur ljómandi gott sushi á Sushi Samba. Það veitingahús stendur nú alltaf undir væntingum. Fyrsta skipti sem ég borða þar í hádeginu og mæli ég hiklaust með því að þið njótið þess að borða gott sushi með ykkar fólki í hádeginu á Sushi Samba. Ég setti upp húfuna sem ég fékk í jólagjöf í fyrra, Gunnhildi fannst ég fyndin með þessa húfu og ég tek undir með henni. Fyndin húfa en mjög hlý, það er nú…
1. Dásamlegt sushi á Galító 2. Hugguleg stund á flugvellinum í Osló 3. Sameinuð. Ég og prinsarnir mínir þrír. 4. Naut mín í botn með strákunum mínum 5. Ég og Aldís á góðu spilakvöldi 6. Lunch á kuldalegum vetrardegi 7. Ég er aðeins búin að komast í jólaskrautið, það er bara svo kósí. 8 JólaPavloan mín xxx Eva Laufey Kjaran