Bragðmikið og bráðhollt fiskitakkós úr Matargleði Evu

Fiskitakkós er algjör snilld til þess að fá fjölskylduna til að borða meira af fisk og grænmeti. Ég elska þessa uppskrift og geri hana mjög oft hér heima fyrir, það tekur enga stund að búa til þennan rétt og það er lygilega einfalt að baka sínar eigin tortillavefjur. Á föstudögum er hefð á mörgum heimilum að gera vel við sig og ég skora á ykkur að prófa þessa uppskrift, ég veit að þið eigið eftir að slá í gegn.

 

Fiski takkós

Hveititortillur
 • 100 g heilhveiti
 • 60 g vatn
 • smá sjávarsalt

 

Aðferð:
Blandið öllum hráefnum
saman í skál, hnoðið í nokkrar mínútur á hveitistráðu borði. Setjið deigið í
hreina skál og viskastykki yfir, leyfið deiginu að hefast í 30-60 mínútur eða þegar
deigið hefur tvöfaldast að stærð. Eftir þann tíma fletjið þá deigið út í litlar
pönnukökur og steikið á pönnu í mínútu á hvorri hlið. Setjið viskastykki yfir kökurnar svo þær verði ekki of þurrar.
Mangósalsa
 • 1 mangó
 • 1 lárpera
 • handfylli af kóríander
 • 1 rauð paprika
 • 1/2 rauðlaukur
 • ólífuolía
 • límónusafi
 • salt og pipar
 • 1 ananas
 • 1 tómatur
Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt niður og blandið vel saman í skál. Best er að geyma salsa inn í ísskáp í hálftíma áður en þið ætlið að bera það fram.

 

Fiskurinn
 
 • 700 – 800 g fiskur, þorskur eða ýsa
 • salt og pipar
 • 1 1/2 tsk paprikukrydd
 • 1 tsk cumin krydd
 • ólífuolía
Aðferð: Hitið olíu á pönnu, skeri fiskinn í jafn stóra bita og kryddið með salti, pipar, paprikukryddi og cumin kryddi. Veltið fiskinum vel upp úr kryddinu og steikið á pönnu í  2 – 3 mínútur á hvorri hlið. Berið strax fram í heilhveitivefjum með fersku mangósalsa og grísku jógúrti.
Missið ekki af Matargleðinni öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *