Bókin, sumarþráin og Köbenferð.

 Fyrir framan mig er bolli með rjúkandi heitu kaffi sem ég kann svo vel á meta á svona dögum þegar augun vega þúsund kíló. Ég vaknaði eldsnemma og dreif mig í skólann til þess að taka próf. Tilfinningin var góð að ganga út úr prófinu og ég fékk mér sushi í hádeginu með Fríðu vinkonu í tilefni þess að þetta próf hjá okkur var búið.

 Ég náði svo í flugfreyjutöskuna mína góðu, í henni eru einkennisfötin mín en það styttist óðum í að þriðja fluffusumarið bresti á. Ég hlakka svo ótrúlega mikið til að byrja að fljúga, mikið sem ég er ánægð í sumarvinnunni minni hjá Icelandair. 

Þegar ég var loksins komin upp á Skaga aftur þá byrjaði ég að skrifa… og skrifa. Styttist í það að ég skili af mér fyrsta uppkastinu. Mamma mía! Þetta gengur prýðilega, auðvitað er þetta krefjandi en þetta er ótrúlega skemmtilegt. Þetta er svei mér þá allt að smella, ég er búin að gera skrifborðið bærilegra. Það var svo mikil óreiða, blöð og bækur út um allt þannig ég byrjaði á því að taka aðeins til og hella upp á gott kaffi. 
 Fékk svo fallegar rósir í afmælisgjöf sem ég stari á þegar ég stíflast aðeins í skrifum.
Uppáhalds myndin mín og hugguleg Parísar minning. Ég og Haddi fórum til Parísar fyrir tveimur árum og ég kolféll fyrir borginni. Mæli svo sannarlega með að þið farið til Parísar ef þið ætlið að ferðast í sumar. Veðrið var stórkostlegt og borgin auðvitað gullfalleg. Þið getið skoðað myndir úr ferðinni okkar hér, hér og hér
Það styttist aldeilis í sumarhuggulegheit, þetta verður ljúft sumar. Ég finn það á mér. Á morgun fer ég með bestu vinum mínum til Köben, ég á erfitt með að koma þeim orðum frá mér sem lýsa því hversu mikið ég hlakka til. Þið getið rétt ímyndað ykkur!  En almáttugur hvað tíminn líður hratt,  nú ætla ég að drekka kaffið mitt sem er sennilega orðið fremur kalt og halda áfram að skrifa. 
Við heyrumst kæru vinir. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

5 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *