Mánudagur alla leið í dag, veðrið ferlega leiðinlegt. Rúmar þrjár vikur eftir af skólanum, sem þýðir að prófin eru að nálgast. En það þýðir líka að jólin eru að nálgast. Jólabarnið í mér er í þann mund að springa, ég væri vís til þess að byrja í jólakökubakstri um helgina…
260 gr. Speltmjöl ( 130 gr. gróft og 130 gr. fínmalað) 25 gr. Ger 2.5 dl. Heitt vatn 2 msk. Ólífu olía 2 tsk. Santa María kryddblanda 1 msk. Graslaukur 50 gr. Fetaostur Fylling: 1oo gr. Fetaostur 150 gr. Philadelphia rjómaostur með hvítlauks-og kryddbragði. 3 tómatar, skornir smátt niður Santa…
Er nokkuð dásamlegra en góð kaka á köldum vetrardegi. Kakó, kökusneið og notaleg stund með fjölskyldunni. Mér finnst fátt jafn yndislegt. Hér kemur uppskrift af einfaldri gulrótarköku, uppskriftina fékk ég hjá mömmu minni. Kakan er sérlega góð og ekki skemmir að hafa smá rjóma með. 🙂 Uppskriftin er í bollastærðum….
Jómfrúin í hádeginu. Betra verður það ekki. Maren Rós fjörug á fertugsaldri. Elsku amman mín Móðir mín fallega. Mæðgur aðeins að rökræða hver ætti að taka reikninginn eins og gerist stundum. xxx
Fékk dásamlega sendingu frá Innes ehf. Frábærar vörur sem ég hlakka til að nota við matar-og bakstursgerð. Þúsund þúsund þakkir.
Þegar ég var yngri var þessi kaka í miklu uppáhaldi og það hefur ekki breyst. Mamma mín var mjög dugleg að baka og oftar en ekki beið þessi okkar þegar við komum heim úr skólanum. Kökuilmurinn sem tók á móti okkur var dásamlegur og það er fátt sem jafnast á…
Það sem mér finnst best við bíltúrinn upp á Akranes eftir skóla er að ég get lúrað í góðar 40 mín.. Kem endurnærð heim beint í bakkelsið auðvitað, sérlega á dögum sem þessum þegar veðrið heimtar að maður haldi sér innandyra þá er nú ekkert annað í stöðunni en að…
Vanilluskyrkaka með berjum. Ótrúlega ljúffeng – þá sjaldan sem ég geri vel við mig á þriðjudögum. Vanilluskyrkaka með berjum. Botn: 1 ½ Pakki Lu Bostogne Kex. 200 gr. Smjör Fóðrið formið að innan með filmuplasti, látið plastið ná upp á barmana. Myljið kexið í matvinnusluvél. Blandið smjörinu saman við og…
Ég er mesti nautnaseggur sem ég veit um. Ég leyfi mér ansi oft að lúra lengur á mánudögum, reyni að lengja helgina pínulítið. Í morgun fór ég á fætur um tíuleytið, lagaði mér hafragraut og gott kaffi. Kveikti á nokkrum kertum, setti Garðar minn Cortes á fóninn og kom mér vel…
Matreiðslusýning, leikhús, tvö stórafmæli og kósíheit einkenndu helgina. Dásamleg helgi með frábæru fólki. Í kvöld var alvöru sunnudagskvöld. Læri hjá mömmu og ég bakaði mömmudraum í eftirrétt, sjónvarpsgláp með famelí og þegar heim var komið þá kom yndisleg vinkona í kaffispjall. Vonandi áttuð þið góða helgi xxx Föstudagsrósirnar mínar.