Gullfallega amma mín á afmæli í dag. Í því tilefni þá fórum við Maren með bakkelsi til hennar í hádeginu og áttum notalega stund saman. Amma Stína er sú kona sem ég lít mest upp til, það er ekki til betri manneskja í þessum heimi en hún. Hún er alltaf…
Ójá, verkefnavinna loksins á enda. Nú get ég einbeitt mér að próflestri enda er hættulega stutt í blessuð prófin. Ég finn fyrir því á hverjum degi hvað ég gerði sjálfri mér það gott með því að breyta um nám, er að finna mig mjög vel í náminu og hef virkilega…
Mér var boðið að vera með í kökublaði Gestgjafans sem kom út í síðustu viku. Draumur í dós fyrir kökukerlingu að fá að vera memm, þetta blað er svo gómsætt að ég gæti borðað það. Allar þessar fínu kökur saman komnar! Ég segi það og skrifa, dásemd.
Sunnudagar eru notalegir.. þessi helgi er líka búin að vera ansi hugguleg. Í gærkvöldi var Take Away og vidjó. Í morgun vaknaði ég seint, rölti út í bakarí í þessu yndislega veðri og keypti smá gotterí með morgunkaffinu. Ég held að ég sé ekki búin að gera mikið annað þessa…
Ég elska hvítt súkkulaði og ég elska smjörkrem, þegar að þessu er svo blandað saman verður úr því stórkostlegt krem. Ég sá uppskrift af þessu kremi á flakki mínu á internetinu, ást við fyrsta smakk. Þetta krem er agalega gott og ég nota það mjög mikið. 230 gr. Mjúkt smjör…
Rjómalöguð grænmetissúpa og pasta í kvöldmat, eitt glas af rauðvíni með enda er föstudagskvöld og þá má maður nú aldeilis leyfa sér. Bauð vinkonu minni í mat og það er nú aldeilis gott að eiga gott spjall eftir langa viku. Sitjum hér í þessum töluðu orðum með kertaljós, nammi og…
Föstudagur í dag sem þýðir að helgin er komin, helgin hjá mér fer í lærdóm en ég ætla þó að baka eitthvað gott á morgun því það er nú bara einu sinni í viku laugardagur. Ég bakaði um daginn vanillumúfur og átti eftir að setja inn uppskrift, þær heppnuðust ansi…
Gleðistund eftir kvöldmat. Kaffibolli og gott súkkulaði. Ég var að prufa þetta súkkulaði í fyrsta skipti og jummí! Venjulegt rjómasúkkulaði og hvítt súkkulaði saman í eitt. Algjör nauðsyn með kvöldkaffinu 🙂 xxx
Þegar að ég kom heim úr skólanum þá langaði mig í eitthvað svakalega gott. Ég átti nóg af grænmeti og afganga af kjúkling þannig ég ákvað að laga mér speltpizzu með allskyns gúmmilaði. Ótrúlega einfalt og fljótlegt. Speltpizzubotn. (Uppskrift frá Sollu á grænum kosti) 250.gr Speltmjöl 2 msk. Ólívu olía…