Kjúklingur í flýti er afskaplega þægilegur réttur og ótrúlega bragðmikill, ég geri þennan rétt mjög oft og er alltaf jafn hrifin af honum. Mér finnst best að bera hann fram með fersku salati og kartöflum, venjulegum og sætum. Njótið vel kæru vinir. Kjúklingur í pestósósu fyrir fjóra til fimm 1…
Fyrsti í aðventu, yndislegt. Ég er að springa úr jólatilhlökkun, ég fékk mér „Jól í bolla“ rétt áðan með lestrinum. Heitt jólakakó. Sá þessa fínu kakóuppskrift um daginn hér og ég varð að prufa. Einfalt og dásamlegt með alvöru rjóma. Ég sauð mjólk með kanilstöngum og negulnöglum, sigtaði það síðan frá…
Laugardagur i allri sinni dýrð. Lestur á hug minn í dag en mikil ósköp sem mig dreymir um allt það notalega sem hægt er að gera á svona fallegum dögum.. en það verður að bíða til betri tíma. Það er líka hægt að gera lærdóminn kósí. Lágstillt jólalög, ilmkerti, mandarínur og…
Síðasti skóladagurinn í dag fyrir próf. Önnin á enda, mikil ósköp sem tíminn ætlar að fljúga áfram. Ég sé 16. des í hyllingum, mikið verður gott og gaman að komast í jólafrí. Kakó og kökur í hvert mál, huggulegheit með fjölskyldu og vinum. En þangað til verður lesið og kannski…
Það kom umfjöllun um bloggið í Nýju lífi sem kom út í dag. Sérlega gaman að fá svona fína umfjöllun og þúsund þakkir enn og aftur kæru lesendur fyrir að nenna að koma hingað inn á síðuna. Mikið sem það gleður mig! Í kvöld ætla ég að eyða kvöldinu með…
Nú er sá tími sem að margir eru í prófum þ.á.m. ég sjálf og þá er agalega mikilvægt að huga að því hvað maður lætur ofan í sig. Ótrúlega auðvelt að detta í þann gír að borða lítið yfir daginn og enda á einhverjum skyndibitastað af því stressið verður svo…
Það er dimmt úti, rigning og mikill vindur. Hér sit ég við skrifborðið í náttklæðunum ennþá, með gott kaffi og kertaljós. Á svona augnablikum verður maður aðeins að staldra við, hversu kósí. Ég er endurnærð eftir sérlega góða helgi og nú hefst lærdómur fyrir prófin. Vonandi eigið þið góðan dag…
Í gær var svo sannarlega rjómalagaður laugardagur. Ég fór í jólabrunch með vinkonum mínum á Nítjándu, þar borðaði ég yfir mig af ljúffengum kræsingum og hafði það notalegt í góðum félagsskap. Seinna um daginn fórum við Haddi út að borða með vinafólki okkar og svo að sjá uppistand með þeim…
Ég elska camenbert, ég elska ritxkex og ég elska góða sultu. Hví ekki að blanda þessu öllu saman í ljúffengan smárétt? Þessi réttur er að mínu mati gudómlega góður. Ritzkex hjúpaður Camenbert 1/2 Pakki Ritzkex 2. Egg Ca. 100 gr. Hveiti 1. Camenbert ostur 1. Setjið kexkökrunar í blandarann í…
Helgi enn á ný. Þessi helgi leggst svo yndislega vel í mig… að því leytinu til að ég eyði henni með góðu fólki og ljúffengum mat. Ójá, ég segi það satt. JólaBrunch í turninum á morgun með fögrum píum. Seinna um daginn fer ég út að borða og í leikhús…