Quiche er komið frá Frökkum. Dásamlegar bökur fylltar með ýmsu góðgæti. Ég fór til Frakklands í fyrrasumar og smakkaði margar útgáfur af Quiche, þeir kunna svo sannarlega að gera góðar bökur. Mér finnst agalega gott að fá mér Quiche af og til, það getur líka verið gott að gera mikið…
Átti ansi skemmtilegt kvöld á Fiskmarkaðnum í síðustu viku, maturinn er svo góður að ég kemst ekki yfir það. Ætla að fara þangað aftur sem allra fyrst. Og mæli með því að þið gerið slíkt hið sama. Virkilega virkilega gott. 1.Huggulegur byrjun á deginum. Kaffi, Vogue og matarblöð. 2. Tónleikar…
Helgin er búin að vera svo ansi fín. Ég er búin að fara á tvenna tónleika, mjög ólíkir tónleikar en frábærir báðir tveir. Annars vegar með Jet Black Joe og hins vegar með Eivör. Frábært tónlistarfólk. Svo er ég búin að eyða helginni með góðu fólki, borða góðan mat og…
Hæ ég heiti Eva og ég er með valkvíða. Svo finnst mér líka gott að borða, þið sjáið það mögulega á myndinni hér fyrir ofan. Svona byrjaði ég daginn minn í Seattle. Seattle er ansi hugguleg borg. Uppáhaldið mitt í borginni er Public Market Center, þar gæti ég eytt mörgum…
Um síðustu helgi þá fór ég ásamt ömmu minni að tína bláber. Mikið sem það var nú huggulegt að sitja úti í náttúrunni að tína blessuð berin, ég náði að fylla nokkrar dósir en ég stefni á að fara einu sinni enn, maður fær víst aldrei nóg af bláberjum. Bláberja…
Um helgina þá fór ég aðeins upp í sumarbústað, þar í kring eru fullt af bláberjalyngum. Ég og amma fórum að tína bláber og nú á ég fullt af úrvals bláberjum. Það var ansi huggulegt að sitja og tína bláber með elsku ömmu, sem er heimins best. Við ætlum að…
Ég hef nú sagt ykkur nokkrum sinnum frá því hvað pítsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég nota oftast bara það sem ég á í ísskápnum hverju sinni, pítsur eru góðar með öllu að mínu mati. Og þó, bróðir minn fær sér stundum pítsu með túnfisk, rækjum og maís….
Tíu uppáhalds hlutirnir mínir í Séð og heyrt. xxx Eva Laufey Kjaran
Ég fór í fyrsta skipti til Toronto í vikunni. Borgin er að mínu mati sérlega skemmtileg, stórborg sem býður líka upp á rólegt umhverfi. Háhýsi einkenna borgina og fallegar strendur. Mér finnst mjög gaman í stórborgum en stundum finnst mér þær svolítið kæfandi og þá er gott að bregða sér…
Það var hún Bryndís (bro11@hi.is) sem vann gjafabréfið í þetta sinn. Innilega til hamingju með gjafabréfið Bryndís og njóttu vel. Alls tóku 305 manns þátt í gjafaleiknum. Þúsund þakkir fyrir þáttökuna. Ansi skemmtilegt 🙂 Ég mæli þó innilega með því að þið farið og eigið notalega kvöldstund með ykkar fólki…