Franskar makrónur eru svo ljúffengar og sérlega mikið augnayndi. Ég hef nokkrum sinnum bakað makrónur og hér finnið þið uppskrift. Ég skráði mig á makrónunámskeið hjá Salt eldhúsi og námskeiðið er í dag. Vinkona mín ætlar einnig að koma með svo það verður frekar ljúft. Ég er nýlega búin að uppgötva þetta skemmtilega…
Sælkerasamloku og djússtaðurinn Lemon opnar þann 8.mars næstkomandi. Ég var svo heppin að fá að smakka nokkrar kræsingar sem í boði verða á Lemon og mikið sem ég er hrifin. Ég kann svo vel að meta veitingastaði sem leggja aðal áherslu á ferskleika. Ég hef varla hætt að hugsa um…
Til hamingju með konudaginn kæru konur. Það er nú gaman að vera kona en sérstaklega gaman á dögum sem þessum. Huggulegt að fá kökur og blóm í tilefni dagsins. Ég vona að þið eigið ljúfan dag. xxx Eva Laufey Kjaran
Ég fór með mömmu minni, ömmu og systir mömmu minnar til Reykjavíkur í morgun og áttum við huggulegan dag saman. Byrjuðum á því að fá okkur að borða á Jómfrúnni, enda byrja allir ljúfir laugardagar á góðum hádegisverði þar. Svo röltum við um Laugaveginn og skoðuðum margt fínerí í búðum…
Ég gerði mjög skemmtilegan súkkulaðiþátt fyrir nýjasta tölublað Gestgjafans. Það er alltaf skemmtilegt að vinna með súkkulaði því það kemur alltaf eitthvað gott út úr því. Ég hef að minnsta kosti ekki smakkað neitt vont sem inniheldur súkkulaði. Ég er mjög hrifin af nýjasta tölublaðinu, þar er rík áhersla lögð…
Safaríkar fylltar kjúklingabringur með ofnbökuðum kartöflum og sveppasósu. Mér finnst ótrúlega gaman að elda kjúkling, það býður upp á svo marga möguleika. Ég prufaði í fyrsta sinn að elda fylltar kjúklingabringur um daginn og það heppnaðist mjög vel að mínu mati. Ég hef sjaldan verið eins södd og sæl eftir…
Það er ótrúlega notalegt að brjóta upp daginn og fá sér kaffibolla með góðri vinkonu. Ég er svo heppin að eiga marga góða vini en í amstri dagsins þá getur verið svolítið erfitt að skipuleggja kaffihittinga. En mikil ósköp sem það er gott þegar maður loksins nær að hitta góða…
Bollakökur eru í miklu eftirlæti hjá mér eins og þið hafið líklega tekið eftir. Það eru óteljandi mögulegar þegar kemur að skreytingum og ég prufaði í fyrsta sinn um daginn að búa til sykurmassaskraut. Hjördís hjá mömmur.is var svo yndisleg að kenna mér einfaldar skreytingar með sykurmassa. Það tók enga stund að…
1. Bolludagurinn er einu sinni ári og því ber að fagna rækilega. 2. Hélt mitt fyrsta bollakökunámskeið og mikið sem það var gaman. 3. Hádegisverður með góðri vinkonu á Bergsson mathús klikkar aldrei. 4. Guðdóttir mín hún Katla Lind er svo dásamlega fögur. 5. Klipping hjá Svavari mínum, það er…
Nú erum við Haddi komin í sveitasæluna og höfum það reglulega huggulegt. Það er algjör nauðsyn að fara annað slagið yfir eina helgi í sveitina. Göngutúrar, sundferðir, góður matur og sjónvarpsgláp einkenna svona helgar og það er svo huggulegt. Fórum einmitt í sund áðan og ég ætlaði aldeilis að synda…