All posts by Eva Laufey

Stavanger

 Það er aldeilis ljúft að vera hér í Noregi hjá fjölskyldu minni. Í dag vorum við að rölta um og skoða Stavanger, ég á eftir að deila frekar mikið af myndum með ykkur af þessum fallega bæ. Veðrið er líka einstaklega gott  og það verður allt svo fallegra í sólinni….

Lífið Instagrammað.

1. Virkilega góð byrjun á deginum.  2. Haddi minn átti afmæli þann 20.mars og auðvitað var skálað fyrir því.  3. Hélt bollakökunámskeið fyrir hressa unglinga í Rimaskóla.  4. Hádegisdeit á Jómfrúnni klikkar seint.  5. Allir góðir laugardagar byrja á amerískum pönnukökum, svo mikið er víst. 6. Á föstudaginn þá fór…

Bollakökunámskeið í Rimaskóla.

Þann 19.febrúar hélt ég bollakökunámskeið fyrir hressa unglinga í Rimaskóla. Hver og einn bakaði og skreytti sínar kökur.  Svo fengu þau auðvitað að taka afraksturinn með heim. Það var virkilega skemmtilegt að eyða kvöldinu með þessum skemmtilegu unglingum. Kökurnar þeirra smökkuðust mjög vel og skreytingarnar voru til fyrirmyndar. Algjörir snillingar…

Árshátíð

Aldrei, í sögu minni þá hef ég verið tilbúin svona snemma fyrir árshátíð. Vanalega þá er ég með varalit út á kinn og alltof sein… það var auðvitað lítið annað í stöðunni að skella hönd á mjöðm og smæla. Greyið heimilisfólkið sem þarf að standa í því að taka myndir. …

Pítsakvöld

 Við höfum reynt að hafa alltaf pítsu á föstudögum (ég er að reyna að skrifa pítsu frekar en pizzu, mér finnst það fallegra). Það er svo fljótlegt og skemmtilegt að baka pítsur. Í kvöld vorum við með grænmetis- og hráskinkupítsu. Við vorum þrjú með tvær  pítsur og borðuðum nánast allt upp…

1 58 59 60 61 62 114