Löng helgi og því algjörlega tilvalið að baka eitthvað gómsætt handa fjölskyldu og vinum. Ég mæli með þessum sykursætu bananabollakökum sem ég bakaði í vikunni handa Menntamálanefndinni minni sem ég var að kveðja. Ég lauk setu minni í Stúdentaráði SHÍ í vikunni og lét sömuleiðis af formannsembætti Menntamálanefndar SHÍ. Ég…
Sweet chili ídýfan er alltaf rosalega góð og sérlega einföld, það sem þarf í þessa ídýfu er sýrður rjómi og sweet chili sósa. Magnið fer auðvitað eftir því hvað þið ætlið að bjóða mörgum í teitið, ég er yfirleitt með eina dós af sýrðum rjóma og sáldra vel af sósunni…
Ég er mjög mikið afmælisbarn og finnst ótrúlega gaman að eiga afmæli, eins og flestum. Ég vaknaði eldsnemma og borðaði köku með fjölskyldunni minni. Þau stungu svo af til New York og Haddi stakk af í vinnu svo ég fór suður og hitti elskulega vini mína. Ég tók auðvitað nokkrar…
Ég borða mjög mikið af pasta og spaghettí, það er hægt að búa til svo marga rétti úr þessu dásamlega hráefni. Þegar að ég hef ekki mikinn tíma til þess að elda þá enda ég oftast á því að útbúa fljótlegan pasta/spaghettírétt. Á tyllidögum er líka mjög gott að fá…
1. Veðrið er orðið mjög fínt og þá er sko í lagi að færa sig út til þess að skrifa bókina mína. 2. Langisandur fallegur. 3. Er komin á mjög gott skrið með bókina og hún er farin að taka á sig ágæta mynd. 4. Fór á myndlistarsýningu hjá hæfileikaríku…
Það var erfitt að vakna í morgun eins og gengur og gerist eftir gleðilega helgi, átti stórgóða helgi sem fór í bókarskrif og huggulegar stundir með vinum. Í gærkvöldi fór ég á leiksýningu hjá Brekkubæjarskóla og hún var frábær, krakkarnir eru svo hæfileikaríkir og sýningin mjög skemmtileg. Gamli skólinn minn…
Grillblað Gestgjafans kom í búðir á dögunum og í blaðinu er m.a. að finna mexíkóska grillveislu eftir mig. Það er ár frá því að ég fékk að spreyta mig í fyrsta sinn hjá Gestgjafanum og ég hef gert nokkra þætti síðan þá fyrir blaðið en ég verð að segja að…
Akranes skartar sínu fegursta í dag, ég vaknaði snemma og ætlaði aldeilis að skrifa á fullu en gat ómögulega verið inni á meðan veðrið er svona gott. Ég fór því með Hadda í Kalla bakarí sem er frábært bakarí hér á Skaganum. Þegar þið komið upp á Skaga í sumar…
Ó súkkulaði, elsku súkkulaði. Ég á mjög erfitt að standast þá freistingu að fá mér einn súkkulaðibita á kvöldin, sama hvað ég reyni og segi við mig sjálfa að nú fái ég mér ávöxt í staðinn þá veit ég ekki fyrr en ég er komin með súkkulaðistykki upp í munninn…
Ný vika, ný verkefni og tækfæri. Eftir tvo góða kaffibolla er ég orðin mjög klár í þessa viku og búin að skipuleggja hana vel og vandlega. Ég er að klára hugmyndavinnuna fyrir bókina og þetta er svei mér þá að smella, svona hér um bil. Nú er bara að prófa…