Birtan var svo fín í gær þegar sólin ákvað að skína örlítið. AB mjólk, special K og bláber í morgunsárið. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá því að við fluttum hingað í Vesturbæinn og okkur líður mjög vel. Mér finnst Vesturbærinn eiginlega vera eins og lítill bær, eins og Akranes….
Það eru tveir mánuðir á árinu sem að mínu mati líða svolítið hægt, þá er ég að tala um janúar og febrúar. Þeir geta verið gráir og pínu fúlir. En við getum auðvitað alltaf tekið málin í okkar hendur og verið dugleg við að hitta fólkið okkar, hreyfa okkur og…
Ég ætla að deila með ykkur uppkrift að dásamlegum ofnbökuðum camenbert, þessi uppskrift er í bókinni minni Matargleði Evu. Ég er sérstaklega hrifin af ostum og gæti borðað þá í öll mál, ofnbakaðir ostar eru i´sérstöku uppáhaldi. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift um helgina. Fullkomið sem forréttur…
Ég elska góðar og matarmiklar súpur sem ylja á köldum kvöldum. Fríða vinkona mín bauð okkur í vinahópnum upp á gómsæta súpu um daginn. Ég kolféll fyrir súpunni og prófaði að gera hana strax daginn eftir handa fjölskyldunni minni. Svo góð er hún að ég fæ ekki nóg. Myndavélin var…
Loksins fann ég myndavélasnúruna mína svo nú get ég deilt með ykkur myndum kæru vinir. Byrjum bara árið á myndum sem ég tók í morgun, dagurinn í dag hefur farið í að plana næstu vikur og mánuði. Já, ég er ein af þeim sem verð að skrifa allt niður og…
„Áramótaheitið mitt í ár er að einblína á litlu hlutina sem skipta máli og gera lífið skemmtilegra. Mér finnst alltaf í byrjun janúar að ég þurfi að vera með ákveðið plan og háleit markmið sem nauðsyn ber að fylgja, það veldur mér stundum smá áhyggjum því mér líður oft eins…
Um jólin elska ég að fá mér eitthvað sætt með kaffinu á kvöldin eftir ljúffengan jólamat. Stundum gefst þó ekki mikill tími til þess að huga að eftirréttum. Þá er nú gott að eiga gómsætar kræsingar í frystinum þegar súkkulaðilöngunin kemur upp eða góðir gestir koma óvænt í heimsókn. Það…
Ofnbakaðar kalkúnabringurUppskriftir miðast við fjóra 1 kg kalkúnabringa smjör kalkúnakrydd salt og pipar 3 dl vatn 1 kjúklingateningur Aðferð:Hitið smjör á pönnu, kryddið bringuna með kalkúnakryddi, salti og pipar. Brúnið bringuna á öllum hliðum á pönnunni í örfáar mínútur. Setjið bringuna í eldfast mót. Sjóðið vatn og leysið kjúklingatening upp…
Alls tóku 411 lesendur þátt í gjafaleiknum hér á blogginu í samstarfi við Cup Company. Það var hún Sandra Mjöll sem var númer 29 í þetta skiptið. Hún fær því þessi gullfallegu form frá Cup Company. Þúsund þakkir fyrir góða þáttöku í gjafaleiknum kæru vinir, það verður gjafaleikur enn á ný í…
Nú erum við flutt og íbúðin okkar verður heimilislegri með hverjum deginum, það er voða gaman að koma sér fyrir. Okkur líður vel hér í borginni, ekki það að okkur hafi ekki liðið vel á Akranesi. Það er bara svo ansi gott að sleppa akstrinum, mér finnst ég eiga miklu…