Sesar salat
Hvítlauks-og parmesansósa
• 3 dl sýrður rjómi
• 1 tsk dijon sinnep
• 1/2 hvítlauksrif
• safi úr hálfri sítrónu
• salt og pipar
• 60 g nýrifinn parmesan ostur
Aðferð:
1. Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en hún er borin fram með salatinu.
Brauðteningar
• Brauð að eigin vali
• Ólífuolía
• Salt og pipar
Aðferð:
1. Skerið brauð í jafn stóra teninga, hitið ólífuolíu á pönnu og steikið þar til brauðteningarnir eru gullinbrúnir og stökkir.
Salatið
• 4 kjúklingalæri með legg
• 1 msk ólífuolía
• Salt og pipar, magn eftir smekk
• 1 höfuð romain kál
• 1 askja kirsuberjatómatar
• 1 agúrka
• 150 g beikon, steikt
• Parmesan ostur, magn eftir smekk
Aðferð:
1. Sáldrið ólífuolíu yfir kjúklinginn og kryddið til með salti og pipar, hitið pönnu (pannan verður að vera funheit, mjög mikilvægt!) og steikið kjúklinginn þar til skinnið verður stökkt. Leggið síðan kjúklingabitana á pappírsklædda ofnplötu og eldið í ofni við 180°C í 20 – 25 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
2. Steikið beikon þar til það er orðið vel stökkt.
3. Skolið kálið vel og leggið á fat, skerið niður tómata og agúrku og leggið yfir. Því næst fer kjúklingurinn, nýrifinn parmesan og brauðteningar.
4. Berið salatið fram með hvítlauks-og parmesansósunni.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.