Tómata- og basilíkusúpa með hreinum fetaosti

Uppskriftin miðast við fjóra

Hráefni:

  • 3 msk góð ólífuolía
  • 1,2 kg tómatar
  • 16-18 kirsuberjatómatar
  • 2 tsk oreganó
  • salt og pipar
  • 1 laukur
  • 3 hvítlaukrsif
  • 700 ml kjúklingasoð (soðið vatn + 1 kjúklingateningur)
  • 1 búnt basilíka
  • Hreinn fetaostur, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 160°C (blástur)
  2. Skerið tómatana í litla bita og dreifið tómötum á pappírsklædda ofnplötu. Skerið einnig kirsuberjatómatana í tvennt og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Hellið vel af ólífuolíu yfir.
  3. Bakið við 160°C í 40-50 mínútur.
  4. Þegar tómatarnir eru tilbúnir þá takið þið nokkra kirsuberjatómata frá sem þið notið ofan á súpuna síðar.
  5. Hitið ólífuolíu í pott, saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er mjúkur í ggen.
  6. Bætið tómötum út í pottinn og maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
  7. Bætið kjúklingasoðinu saman við ásamt handfylli af smátt saxaðri basilíku, það má líka mauka súpuna aftur þegar basilíkan er komin saman við ef þið viljið hafa hana mjög fína.
  8. Leyfið súpunni að malla við vægan hita í 30 mínútur.
  9. Bragðbætið súpuna að vild með salti og pipar, og ef til vill meiri basilíku.
  10. Berið súpuna fram með kirsuberjatómötum, ljúffengri ólífuolíu, hreinum fetaosti og æðislegum kotasælubollum.
Mynd: Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Úr bókinni Í eldhúsi Evu

Þið getið fylgst með mér á Instagram – finnið mig undir evalaufeykjaran.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *