Uppskriftin miðast við fjóra
Hráefni:
- 3 msk góð ólífuolía
- 1,2 kg tómatar
- 16-18 kirsuberjatómatar
- 2 tsk oreganó
- salt og pipar
- 1 laukur
- 3 hvítlaukrsif
- 700 ml kjúklingasoð (soðið vatn + 1 kjúklingateningur)
- 1 búnt basilíka
- Hreinn fetaostur, magn eftir smekk
Aðferð:
- Forhitið ofninn í 160°C (blástur)
- Skerið tómatana í litla bita og dreifið tómötum á pappírsklædda ofnplötu. Skerið einnig kirsuberjatómatana í tvennt og setjið á pappírsklædda ofnplötu. Kryddið með oreganó, salti og pipar. Hellið vel af ólífuolíu yfir.
- Bakið við 160°C í 40-50 mínútur.
- Þegar tómatarnir eru tilbúnir þá takið þið nokkra kirsuberjatómata frá sem þið notið ofan á súpuna síðar.
- Hitið ólífuolíu í pott, saxið lauk og hvítlauk og steikið þar til laukurinn er mjúkur í ggen.
- Bætið tómötum út í pottinn og maukið með töfrasprota eða í matvinnsluvél.
- Bætið kjúklingasoðinu saman við ásamt handfylli af smátt saxaðri basilíku, það má líka mauka súpuna aftur þegar basilíkan er komin saman við ef þið viljið hafa hana mjög fína.
- Leyfið súpunni að malla við vægan hita í 30 mínútur.
- Bragðbætið súpuna að vild með salti og pipar, og ef til vill meiri basilíku.
- Berið súpuna fram með kirsuberjatómötum, ljúffengri ólífuolíu, hreinum fetaosti og æðislegum kotasælubollum.
Þið getið fylgst með mér á Instagram – finnið mig undir evalaufeykjaran.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir