Á morgun hefst sannkölluð þjóðhátíðarvika, svei mér þá. Á þriðjudaginn keppir Ísland sinn fyrsta leik á evrópumótinu og ættum við að sjálfsögðu að baða okkur í fánalitunum. Á föstudaginn er svo þjóðhátíðardagurinn okkar 17.júní og á hverju ári þá baka ég þjóðhátíðarköku. Í ár er það þessi ljúffenga vanillukaka með…
Það kannast nú líklega flestir við þessa uppskrift en hún er gífurlega vinsæl á mínu heimili og í minni fjölskyldu. Mamma bakaði þessa köku ósjaldan fyrir okkur og ég baka hana mjög oft hér heima. Í dag var kósí dagur hjá okkur fjölskyldunni, Ingibjörg Rósa var svolítið slöpp og ákváðum…
Vikan flaug hratt og örugglega, ég sinnti blogginu mjög lítið í vikunni en ég var að klára misserisverkefni í skólanum sem átti hug minn allan. Ég og hópurinn minn rannsökuðum hvernig íslensk fyrirtæki nota Snapchat í sínu markaðsstarfi, virkilega áhugaverð rannsókn að okkar mati og höfðum við gaman af því…
Mánudagsfiskurinn: Æðisleg bleikja í teriyaki sósu með fetaosti. Þessi réttur er afskaplega einfaldur og fljótlegur sem er alltaf mikill plús á þreyttum mánudegi. Þriðjudagur: Æðisleg rif með asískum blæ. Þetta er rétturinn sem setningin „eitt sinni smakkað, þú getur ekki hætt“ á vel við. Miðvikudagur: Mexíkóskt kjúklingasalat með mexíkó-ostasósu og…
Gleðilega vinnuviku allir saman! Ég vona að þið hafið haft það einstaklega gott um páskana. Sjálf átti ég frábæra páska með fólkinu mínu og kom endurnærð til vinnu í morgun. Markmið vikunnar er að minnka súkkulaðiát haha og þá er tilvalið að hefja vikuna á þessum græna og fína drykk…
Í þætti gærkvöldsins bakaði ég döðluköku með dásamlegri karamellusósu, þessi kaka er í alvörunni svo góð að þið verðið að prófa hana. Fullkomin í alla staði, ég segi ykkur það satt. Ég smakkaði hana í fyrsta sinn þegar ég vann á litlu kaffihúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og það…
Í fyrsta þætti af Matargleði Evu setti ég saman þessa ómótstæðilegu ostaköku með berjum. Það þarf ekki að baka þessa sem þýðir að það tekur ekki langan tíma að búa hana til. Ég elska ostakökur og mér finnst ofsalega gaman að útbúa þær, hægt er að leika sér með grunnuppskriftina…
Góð helgi að líða undir lok og mig langar að deila með ykkur uppskrift að gulrótarköku sem mamma bakaði svo oft þegar við vorum yngri. Ég elska góðar gulrótarkökur með miklu kremi, já miklu kremi segi ég og undirstrika mikilvægi þess að vera með gott krem. Rjómaostakrem er mitt…
Saltkaramella er gríðarlega vinsæl um þessa mundir og það má segja að árið 2015 hafi verið ár saltkaramellunar. Ég gjörsamlega elska þessa söltuðu karamellusósu og nota hana óspart. Mér fannst við hæfi að enda árið á alvöru súkkulaðibombu með saltkaramellusmjökremi, saltkaramellusósu og poppkorni með saltaðri karamellu. Sem sagt, saltkaramellu hinmaríki….
Í vikunni kom nýtt skyr á markað með súkkulaðibitum og það gladdi mig einstaklega mikið. Ég ákvað að útbúa ljúffenga súkkulaðiskyrköku sem er ótrúlega góð og ég þori að veðja að þið eigið eftir að gera hana aftur og aftur. Skyrkökur eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér eins og ég…