Sænskir kanilsnúðar með kardimommum

Sænskir kanilsnúðar eru vinsælir víða um heim og það er ekki að ástæðulausu, þeir eru virkilega bragðgóðir og mjúkir. Mér finnst þeir bestir nýbakaðir með ísköldu mjólkurglasi. Fullkomið á köldum vetrardögum.

Sænskir kanilsnúðar

2 3/4 dl  volgt
vatn
2 1/2 tsk þurrger
650 – 750 g hveiti
4 msk sykur
1/2 tsk salt
2 tsk kardimommuduft
1 3/4 dl mjólk, volg
75 g smjör, við stofuhita
(verður að vera mjög mjúkt)
Fylling:
100 g smjör
50 g púðursykur
2 tsk kanill
2 msk sykur
1 tsk kardimommuduft
Ofan á:
1 egg
perlusykur
Aðferð:
  1. Fyrsta skrefið er að vekja þurrgerið í
    volgu vatni með 1 msk af sykri eða hunangi.  Blandið þessum hráefnum saman
    í skál og leggið viskastykki yfir skálina. Þetta ferli tekur um 5 – 7
    mínútur.
  2. Blandið öllu saman í skál,
    eins og stendur hér að ofan þá gæti verið að þið þurfið að nota meira en minna
    af hveiti. Best er að setja 650 grömm og síðan bætið þið meiri hveiti smám
    saman við. Ég hnoða deigið í hrærivélinni í 5 – 6 mínútur en auðvitað getið þið
    notað hendurn
  3. Setjið viskastykki eða plastfilmu yfir
    skálina og leyfið deiginu að hefast í 30 – 40 mínútur.
  4. Á meðan deigið er að hefast er gott að
    útbúa fyllinguna. Bræðið smjör í potti og bætið púðursykri, kanil ,
    kardimommudufti og sykri saman við og hrærið stöðugt þar til fyllingin þykknar.
  5. Þegar deigið er búið að hefast þá er það
    flatt út á borðflöt og það er alltaf gott að sáldra smá hveiti á borðflötin áður
    en þá festist deigið ekki við borðið.
  6. Fletjið deigið út og smyrjið fyllinguna á
    deigið, rúllið deiginu upp og skerið í jafn stóra bita. Leggið snúðana á
    pappírsklædda ofnplötu. Pískið eitt egg og penslið yfir snúðana, sáldrið einnig
    smá perlusykri yfir og bakið við 180°C í 10 – 12 mínútur.

 

Missið ekki af Matargleði Evu á fimmtudagskvöldum á Stöð 2. 
 
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

 

Allt hráefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *