Sænskar kjötbollur með öllu tilheyrandi
Í síðasta þætti af Matargleði var sænsk matargerð í aðalhlutverki og ég eldaði meðal annars þessar ljúffengu kjötbollur með kartöflum, brúnni sósu, góðri sultu og súrum agúrkum… virkilega gott.
Sænskar
kjötbollur
kjötbollur
Smjöreða ólífuolía
1 stórlaukur
2 msk smáttsöxuð steinselja
500 g svínahakk
500 g nautahakk
3 msk sýrður rjómi
1 egg
3 – 4 msk brauðrasp
salt ognýmalaður pipar
Aðferð:
- Hitiðsmjör eða ólífuolíu á pönnu, steikið laukinn í smá stund eða þar til hann fer
að mýkjast. Saxið niður steinselju og bætið út á pönnuna. - Blandiðöllum hráefnum saman í skál og mótið litlar bollur úr hakkblöndunni.
- Steikiðbollurnar á pönnu, snúið reglulega og leggið í eldfast mót. Klárið að elda
bollurnar í ofni við 180°C í 10 – 15 mínútur. - Beriðbollurnar fram með kartöflum, brúnni sósu, góðri sultu og súrum agúrkum.
Brauðrasp
4brauðsneiðar
ólífuolía
salt ogpipar
Aðferð:
- Hitið
ofninn í 200°C. Leggið brauðsneiðarnar á pappírsklædda ofnplötu og sáldrið
ólífuolíu yfir brauðið, kryddið til með salti og pipar. - Bakið í ofni við 200 C
í nokkrar mínútur eða þar til brauðið er orðið stökkt og gullinbrúnt. - Setjið
brauðið í matvinnsluvél og maukið þar til það verður að fínu brauðraspi.
Brún og gómsæt sósa
300 ml rjómi eða matreiðslurjómi
1 dl kjúklingasoð
3 msk sýrður rjómi
1 tsk góð berjasulta
salt og pipar
1 msk smátt söxuð steinselja
sósuþykkjari, magn eftir smekk
Aðferð:
- Blandið
öllum hráefnum saman í pott og náið upp suðu. Leyfið sósunni að malla í nokkrar
mínútur. - Kryddið
til með salti og pipar. Gott er að saxa niður ferska steinselju og sáldra yfir
sósuna rétt í lokin.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2 .
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Allt háefni sem notað er í þessa uppskrift fæst í verslunum Hagkaups.