Með hækkandi sól finn ég sumarþrána læðast yfir mig. Eruð þið ekki sammála? Það er svo mikill munur að vakna á morgnana í góðu veðri og fara út í daginn með bros á vör. Og afþví sumarþráin er farin að segja til sín þá bakaði ég þessi ljúffengu skinkuhorn í gær en þau minna mig á sumarið. Ég bakaði síðast skinkuhorn rétt áður en ég átti Ingibjörgu Rósu (sem er 21 mánaða í dag). Það var þess vegna tími til kominn fyrir skinkuhornabakstur!
Ég borðaði ófá horn þegar þau komu út úr ofninum í gær, þau eru auðvitað langbest nýbökuð en svo finnst mér frábært að frysta helminginn af uppskriftinni og grípa í eitt og eitt úr frystinum. Þá er sniðugt að hita þau aðeins upp í ofninum áður en þið berið þau fram. Uppskriftin gefur ca.40 horn en það fer auðvitað eftir stærðinni. Mæli með þessum hornum og sniðugt að bjóða upp á þau í stærri veislum til dæmis.
Skinkuhorn með mexíkóskum blæ
ca.
40 meðalstórn skinkuhorn
40 meðalstórn skinkuhorn
- 900 g. Kornax hveiti
- 60 g. Sykur
- ½ tsk. Salt
- 100 g. Smjör
- ½ l mjólk
- 1 pakki þurrger
Ofan á:
- 1 egg
- Smá mjólk
- t.d. rifinn ostur eða korn
Aðferð:
- Hitið mjólkina í potti við vægan
hita (mjólkin á að vera volg). - Bætið þurrgerinu út í mjólkina og látið standa í
4 – 5 mínútur. - Bræðið smjörið við vægan hita.
- Blandið öllu saman og hnoðið
deigið vel saman eða þar til deigið er slétt og samfellt. - Leyfið deiginu að
lyfta sér í 40 – 50 mínútur. Þá hnoðið þið deigið einu sinni enn og leyfið því
að lyfta sér í 30 mínútur til viðbótar. - Á meðan deigið er að lyfta sér þá er
gott að undirbúa fyllinguna. Þið getið auðvitað fyllt deigið með allskyns
góðgæti en í dag erum við að búa til skinkuhorn og þá er skinka auðvitað
aðalatriðið.
Hér er innihaldið í þessa einföldu
og stórgóðu fyllingu.
og stórgóðu fyllingu.
- 1 pakki skinka ca. 250 g
- 1 askja Tex Mex smurostur
- 1 askja Paprikuostur
- ½ rauð paprika
- Rifinn ostur, magn eftir smekk
Aðferð:
- Skerið skinkuna í litla bita og
blandið henni saman við smurostinn. - Þegar deigið er tilbúið þá er því
skipt niður í fimm einingar. (um 300 – 330 g hver eining) - Fletjið út hverja
einingu í hring og skerið hverja einingu í átta þríhyrninga (mér finnst gott að
nota pízzahníf). - Setjið fyllingu í hvern þríhyrning og dreifið smá osti yfir.
- Rúllið deiginu frá breiðari endanum þegar þið lokið hornunum.
- Pískið eitt egg
og smá mjólk saman og penslið yfir hornin. - Gott er að sáldra rifnum osti eða
kornum yfir hornin áður en þau fara inn í ofn. - Bakið hornin við 200°C í 10 – 12
mínútur. (Fylgist vel með hornunum því ofnar eru auðvitað misjafnir)
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni sem notuð eru í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.