Oreo smákökur
- 110 g smjör
- 100 g hreinn rjómaostur
- 200 g sykur
- 1 egg
- 250 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 150 g dökkt súkkulaði
- 1 tsk vanilla
- 1 pakki Oreo kexkökur
- 100 g hvítt súkkulaði
Aðferð:
- Forhitið ofninn í 180°C.
- Þeytið smjör og rjómaost saman þar til blandan verður létt og
ljós, bætið sykrinum saman við og einu eggi. - Blandið hveitinu og lyftidufti út í og hrærið í 2 – 3 mínútur.
- Í lokin bætið þið vanillu og smátt söxuðu súkkulaði saman við og hrærið í smá stund. Geymið deigið í ísskáp í 10 – 15 mínútur.
- Mótið litlar kúlur með teskeið og veltið kúlunum upp úr muldu Oreo kexi.
- Setjið kúlurnar á pappírsklædda ofnskúffu og inn í ofn við 10 – 12 mínútur við 180°C.
- Það er afar gott að bræða hvítt súkkulaði og sáldra yfir kökurnar þegar þær koma út úr ofninum.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir