Ofnbakaður þorskur með pekanhnetukrönsi

Uppskrift fyrir fjóra

  • 800 g þorskur, roðlaus og beinhreinsaður
  • Salt og pipar
  • 4 msk sýrður rjómi
  • 150 g pekanhnetur
  • 2 msk steinselja
  • 1 tsk sítrónubörkur
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • 30 g parmesan ostur
  • Salt og pipar
  • 2 tsk tímían
  • 2 hvítlauksrif
  • Ólífuolía, magn eftir smekk (krönsið á að vera þykkt)
  • Parmesan

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Leggið fiskinn í eldfast mót, kryddið með salti og pipar. Smyrjið fiskinn með sýrða rjómanum.
  3. Setjið pekanhnetur, steinselju, sítrónubörk, sítrónusafa, parmesan, salt, pipar, tímían, hvítlauk og ólífuolíu eftir smekk í matvinnsluvél og maukið þar til krönsið verður að fínu mauki.
  4. Smyrjið maukinu yfir fiskinn ásamt því að rífa niður parmesan sem þið sáldrið yfir fiskinn í lokin.
  5. Inn í ofn við 25 mínútur við 180°C.
  6. Berið fram með ofnbökuðum kartöflum og kaldri jógúrtsósu.

Ofnbakaðar kartöflur með fetaosti og radísuspírum

  • Kartöflur, hér er magnið eftir smekk
  • 1 tsk ferskt smátt skorið rósmarín
  • 1 tsk ferskt smátt skorið tímían
  • 1 msk smátt skorin fersk steinselja
  • Salt og pipar
  • Ólífuolía
  • Hreinn fetaostur
  • Radísuspírur

Aðferð:

  • Skerið kartöflurnar í litla báta og setjið í eldfast mót.
  • Saxið niður ferskar kryddjurtir og blandið þeim vel saman við kartöflurnar ásamt salti, pipar og ólífuolíu.
  • Inn í ofn við 180°C í 30 – 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru eldaðar í gegn.
  • Þegar kartöflurnar eru komnar út úr ofninum er ótrúlega gott að rífa niður hreinan fetaost og setja yfir ásamt ferskum radísuspírum.

Köld jógúrtsósa 

  • 3 msk sýrður rjómi
  • 4 msk grískt jógúrt
  • 1 hvítlauksrif
  • 20 g parmesan
  • 1 tsk sítrónubörkur
  • Safi úr hálfri sítrónu
  • Salt og pipar
  • 1 msk steinselja
  • 1 tsk hunang

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin í matvinnsluvél og maukið þar til sósan er orðin létt og fín. Geymið í kæli þar til fiskurinn er klár.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *