Smákökur eru án efa vinsælastar yfir jólin en það er nú líka gott að baka eina og eina gómsæta köku og bjóða upp á með kaffinu eða heita súkkulaðinu. Þessi klassíska eplabaka stendur alltaf fyrir sínu, hún er að sjálfsögðu langbest volg borin fram með rjóma eða ís.. eða hvor tveggja 😉
Klassísk eplabaka
- 150 g sykur
- 3 egg
- 60 g smjör
- 1 dl mjólk
- 150 g Kornax hveiti
- 2 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 2 tsk. Vanilla extract
eða sykur - 100 g Odense marsípan
- 3 græn epli
- 2 msk sykur.
- 2 tsk. Kanill
Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og
sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bræðið smjör, bætið
mjólkinni saman við smjörið og hellið út í deigið í nokkrum skömmtum. Sigtið
þurrefnin og blandið þeim varlega saman við deigið ásamt vanillu. Rífið
marsípan niður og blandið út í deigið.
Skerið eplin í litla teninga og eplaskífur, veltið eplunum upp úr kanilsykri og
bætið bitunum út í deigið. Smyrjið 24 – 26 cm smelluform og hellið deiginu í
formið. Raðið eplaskífum ofan á deigið og setjið kökuna inn í ofn við 180°C í
40 – 50 mínútur. Þegar kakan er tilbúin þá er afar gott að dreifa ristuðum möndlum
yfir kökuna. Njótið vel.
sykur saman þar til blandan er orðin létt og ljós. Bræðið smjör, bætið
mjólkinni saman við smjörið og hellið út í deigið í nokkrum skömmtum. Sigtið
þurrefnin og blandið þeim varlega saman við deigið ásamt vanillu. Rífið
marsípan niður og blandið út í deigið.
Skerið eplin í litla teninga og eplaskífur, veltið eplunum upp úr kanilsykri og
bætið bitunum út í deigið. Smyrjið 24 – 26 cm smelluform og hellið deiginu í
formið. Raðið eplaskífum ofan á deigið og setjið kökuna inn í ofn við 180°C í
40 – 50 mínútur. Þegar kakan er tilbúin þá er afar gott að dreifa ristuðum möndlum
yfir kökuna. Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir