Ég er svo hrifin af þessu kjúklingasalati, elsku Fríða vinkona bauð mér eitt sinn upp á þetta dýrindis salat og þá var ekki aftur snúið. Ást við fyrsta smakk.
Einfalt, fljótlegt og bragðmikið.
1 x Stór spínatpoki í botninn (ég setti líka nokkur rucola blöð sem ég átti inn í ísskáp)
Ég notaði þrjár kjúklingabringur, þetta salat sem ég lagaði núna er fyrir ca. 4 – 5 manns.
Ég steikti bringurnar í nokkrar mín og bætti síðan 4-5 msk af satay sósu.
Kryddað með salti og pipar vitaskuld.
Ég steikti bringurnar í nokkrar mín og bætti síðan 4-5 msk af satay sósu.
Kryddað með salti og pipar vitaskuld.
Látið malla á pönnunni í góða stund við vægan hita.
Kirsuberjatómatar og avókadó. (Heil askja af tómötum og eitt avókadó)
Kúskús sem ég var búin að krydda með smá salt og pipar og ein tsk. af karrý
Semsé, uppröðun.
Spínat
Kúskús
Kjúklingur í Satay sósu
Kirsuberjatómatar
Avókadó
Heil krukka af fetaost.
Mmmm. Ljómandi gott salat!
xxx