Í byrjun nóvember heimsóttum við Haddi París í annað sinn. Borgin er ein sú fallegasta og nutum við okkur í botn í þessari heimsókn. Við leigðum til dæmis hjól og hjóluðum um alla borg, skoðuðum fallegar byggingar og borðuðum dýrindis mat og kökur í öll mál.
Hugur okkar hefur að sjálfsögðu verið hjá frökkum undanfarna daga og það er óraunverulegt að voðaverk hafi verið framin í þessari rólegu og fallegu borg, ég fæ sting í hjartað að hugsa um allt fólkið sem lést og allt fólkið í heiminum sem þjáist af völdum öfgamanna. Þetta er ósanngjarnt og hreint út sagt ömurlegt, svona á heimurinn ekki að vera og það er óþægilegt að finna fyrir vanmætti sínum. Við megum þó ekki gleyma því fallega og góða í lífinu, þess vegna langaði mig að deila nokkrum myndum af ljúfum dögum í París sem er algjör perla og ég mæli með að þið heimsækið ef þið hafið ekki komið þangað.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir