HM Oreo brownies með vanillurjóma og berjum


HM Oreo brownie með vanillurjóma og berjum

  • 170 g smjör
  • 190 g súkkulaði
  • 3 egg + 2 eggjarauður
  • 160 g púðursykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • salt á hnífsoddi
  • 1 msk kakó
  • 3 msk hveiti
  • 160 g Oreo kexkökur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C. (blástur)Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita í potti.
  2. Þeytið egg, eggjarauður og púðursykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós.
  3. Hellið súkkulaðiblöndunni í mjórri bunu við eggjablönduna og hrærið vel saman.
  4. Bætið lyftidufti, salti, kakó,hveiti og smátt söxuðu Oreo út í deigið og blandið varlega saman með sleif.
  5. Hellið deiginu í smurt eða pappírsklætt form/mót (ég notaði 32 cm ferkantað eldfast mót) og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en þið takið hana úr forminu. Berið fram með vanillurjóma og ferskum berjum (í fánalitunum auðvitað!)

Vanillurjómi

  • 250 ml rjómi
  • 2 msk sykur
  • 2 tsk vanilla (vanilludropar eða sykur)
  • Fræ úr einni vanillustöng

Aðferð:

  1. Setjið sykur, vanillu, fræin úr vanillustöng og rjóma í skál og þeytið þar til rjóminn er silkimjúkur.
  2. Dreifið rjómanum yfir kökuna og skreytið hana með ferskum berjum.

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *