Ljúffengt múslí
- 3 dl tröllahafrar
- 2 dl pekanhnetur
- 1 dl sólblómafræ
- 1 dl graskersfræ
- 1 dl kasjúhnetur
- 2 msk kókosolía
- 2 msk eplasafi
- 1 tsk hunang eða döðlusíróp
- 1 tsk kanill
- 1 dl þurrkuð trönuber (fara út í eftir að múslíið kemur út úr ofninum)
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Blandið öllum hráefnum vel saman í skál.
- Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og dreifið múslíinu á plötuna.
- Bakið í um það bil 30 mínútur eða lengur. Fylgist vel með og hrærið nokkrum sinnum í blöndunni á meðan bökunartíma stendur. Þegar múslíið er orðið gullinbrúnt þá er það tilbúið.
- Kælið vel áður en þið berið fram. Bætið t.d. þurrkuðum berjum eða kókosflögum við múslíið þegar það kemur út úr ofninum.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.