Fagurbleikur og bragðgóður

Fagurbleikur og bragðgóður boozt er fullkomin byrjun í góðu brönsboði. Á tyllidögum má svo fara alla leið og fylla drykkinn upp með kampavíni. Virkilega frískandi og góður drykkur sem tekur enga stund að búa til og allir elska.

Bleika dásemdin

  • 1 bolli frosin jarðarber
  • 1 bolli frosin hindber
  • 1 bolli klakar
  • 4-5 góðar matskeiðar af grísku jógúrti
  • 1 banani
  • Appelsínusafi, magn eftir smekk
  • Smá skvetta af hunangi
Aðferð: Setjið allt í blandarann í 2-3 mínútur eða þar til drykkurinn er silkimjúkur. Berið strax fram og njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin sem voru notuð í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *