Archives

HIMNESK DÖÐLUKAKA ÚR EINFALT MEÐ EVU

  Döðlukaka með karamellusósu   5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 egg 100 g hveiti 100 g ristaðar kasjúhnetur 210 g döðlur 1 tsk matarsódi 1/2 tsk kanill 1/2 salt 1/2 vanillu extract, eða dropar 1 1/2 tsk lyftiduft  Aðferð: Hitið ofninn í 180°C og smyrjið hringlaga kökuform. Setjið döðlurnar í pott og látið vatn fljóta yfir, þegar vatnið nær suðu takið  pottinn af hitanum og látið hann standa í 3 – 4 mínútur. Blandið matarsóda við döðlumaukið og blandið því vel saman. Leyfið blöndunni að standa í svolitla stund eða þar til blandan kólnar, hún má ekki far heit saman við smjörið (trúið mér – ég hef brennt mig á þeim mistökum nokkrum sinnum) Þeytið smjör og sykur saman þar til…

Besta döðlukakan með karamellusósu

Þessi kaka fer með mig til Bretlands í huganum, ég bjó í Oxford í nokkra mánuði eftir að ég kláraði framhaldsskóla. Þar var ég í enskunámi og vann á litlu veitingahúsi. Það er ekki hægt að segja að bresk matarmenning hafi heillað mig upp úr skónum en einn eftirréttur gerði það svo sannarlega, en hann heitir Sticky Toffee Pudding. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég gæddi mér á honum og ég geri hann mjög oft hér heima fyrir, en þá ber ég hann fram sem eina stóra köku. Döðlur eru dísætar og dásamlegar og eru einstaklega ljúffengar í þessari köku. Þetta er fullkomin kaka á sjálfan konudaginn. Döðlukaka með dásamlegri karamellusósu 5 msk sykur 120 g smjör, við stofuhita 2 Brúnegg 100…