Archives

Brúðarkjóll og makkarónur

Nú styttist heldur betur í stóra daginn en eftir tæpa tvo mánuði ætlum við Haddi að gifta okkur eða þann 23.júlí. Ég er orðin hrikalega spennt og það var svolítið gaman að taka þátt í brúðarmyndatöku fyrir brúðkaupsblað Morgunblaðsins um daginn, þið getið skoðað viðtalið hér.  Undirbúningurinn gengur vel en ég er svo róleg yfir þessu, mun rólegri en ég bjóst við. Það fyrsta sem við gerðum eftir að dagurinn var ákveðinn var að bóka kirkju og sal, svo höfum við rólegheitum tekið ákvarðanir varðandi athöfn og veislu. Gestalistinn er loksins klár en það var aðal hausverkurinn okkar, auðvitað vildum við bjóða öllum heiminum en salurinn leyfir það víst ekki. Nú höfum við hins vegar sagt skilið við listann og ég er búin lofa sjálfri…