Archives

Fyllt snittubrauð

Fyllt snittubrauð með pestófyllingu og hvítlauksfyllingu eru afar ljúffeng og einföld í gerð. Ég elska þessi brauð og geri þau mjög oft, þau eru frábær með súpu eða þá ein og sér. Það þarf alls ekki að vera flókið að baka sitt eigið brauð og mér finnst það alltaf svo gaman, sérstaklega vegna þess að þá veit ég nákvæmlega hvað fer í brauðið. Uppskriftin er mjög einföld og það tekur ekki langa stund að útbúa þessi brauð, þið getið svo auðvitað bætt öllu því sem þið viljið í brauðin og um að gera að prófa sig áfram. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift um páskana og ég vona að þið njótið vel. Snittubrauð 500g brauðhveiti frá Kornax 320ml volgt vatn 1msk hunang 15…

Ofnbakaðar brauðsnittur í einum grænum

  Ég fékk vinkonur mínar í sunnudagskaffi um daginn og ákvað að gera nokkrar snittur, mér finnst nefnilega mikilvægt að hafa eitthvað brauðmeti á boðstólnum og þá sérstaklega ofnbakað. Með öllum sætu kökunum þarf að vera brauðbiti inn á milli, til að jafna þetta út. Ég elska góða osta og ákvað að gera einfaldar brauðsnittur með Dala Koll og mangó chutney. Snitturnar kláruðust og ég á eftir að gera þessar oftar en einu sinni í viðbót. Mig langar líka að búa til mitt eigið mangó chutney í bráð, en það fær að bíða aðeins til betri tíma og auðvitað fáið þið að fylgjast með því þegar ég ræðst í það verkefni. Ofnbakaðar brauðsnittur með hvítmygluosti og mangó chutney   1 snittubrauð Dala kollur Mangó chutney…

Snittubrauð og útskriftin hans Hadda

Á laugardaginn útskrifaðist Haddi minn sem viðskiptafræðingur frá HR. Að sjálfsögðu vorum við með boð fyrir fjölskyldu og vini hér heima fyrir og fögnuðum þessum áfanga. Ég ákvað að bjóða upp á smárétti en það er einstaklega þægilegt og það er hægt að vinna sér inn tíma og undirbúa réttina svolítið áður. Ég var búin að baka allar kökur fyrr í vikunni og setti í frysti, tók þær svo út með smá fyrirvara og þá átti ég bara efir að skreyta þær. Snitturnar tóku sennilega lengsta tímann en það er ákaflega gaman að skreyta snittur og það er endalaust hægt að leika sér með hráefni. Dagurinn var alveg frábær, veðrið var gott og fólkið okkar svo skemmtilegt. Þetta gat ekki klikkað. Ég tók að sjálfsögðu…