Fyllt snittubrauð með pestófyllingu og hvítlauksfyllingu eru afar ljúffeng og einföld í gerð. Ég elska þessi brauð og geri þau mjög oft, þau eru frábær með súpu eða þá ein og sér. Það þarf alls ekki að vera flókið að baka sitt eigið brauð og mér finnst það alltaf svo gaman, sérstaklega vegna þess að þá veit ég nákvæmlega hvað fer í brauðið. Uppskriftin er mjög einföld og það tekur ekki langa stund að útbúa þessi brauð, þið getið svo auðvitað bætt öllu því sem þið viljið í brauðin og um að gera að prófa sig áfram. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift um páskana og ég vona að þið njótið vel. Snittubrauð 500g brauðhveiti frá Kornax 320ml volgt vatn 1msk hunang 15…