Archives

Gróft heilhveitibrauð

Það er bæði einstaklega ánægjulegt og róandi að baka sitt eigið brauð. Það veitir öryggistilfinningu að vita nákvæmlega hvað fer í brauðið og svo er notalegt að fylgjast með bakstursferlinu. Í morgun bakaði ég gróft heilhveitibrauð með ýmsum korntegundum. Heilhveiti er malað með kími og klíði og er mun næringarríkara en hvítt hveiti. Heilhveiti hentar ágætlega til brauðgerðar en deig úr því er þó aðeins þyngra í sér en brauð úr hvítu hveiti. Ég notaði eingöngu heilhveiti í þetta brauð en það er líka ágætt að blanda hvítu hveiti saman við heilhveitið þegar bakað er úr því. Ég sigta alltaf hveiti áður en ég nota það í bakstur og það er engin undantekning með heilhveiti, Það gerir gæfumuninn. Hér kemur uppskriftin að grófu og góðu brauði…

Jólasnúðar og sölt karamellusósa.

    Í dag ætla ég að deila með ykkur uppskrift að klassískum kanilsnúðum með jólakeim. Fyllingin er jólaleg að því leytinu að ég notaði kryddin sem ég nota við piparkökubakstur. Ef það er eitthvað jólalegt þá er það ilmurinn af piparkökum. Ég bjó til karamellusósu og ristaði heslihnetur sem ég bar fram með snúðunum. Heit karamellusósan fullkomnaði snúðana og þeir hurfu mjög fljótt. Ég mæli með að þið prófið þessa uppskrift kæru vinir. Jóla kanilsnúðar Deig: 550 g Kornax hveiti 100 g sykur 1 tsk. vanillusykur 2,5 tsk. ger 250 ml volg mjólk 70 ml ljós olía (alls ekki ólífuolía) 2 egg Fylling: 50 g sykur 100 g smjör 2 tsk. kanill 1 tsk. negull ½ tsk. engifer Aðferð: Blandið öllum þurrefnum saman og bætið vökvanum smám…

Skinkuhorn fyllt með skinku- og beikonsmurosti.

Ég bakaði í fyrsta skipti skinkuhorn um daginn, ég veit ekki afhverju ég hef aldrei bakað þau fyrr því mér finnst þau sérlega góð.  Þessa uppskrift fékk ég hjá henni Kollu Björns en hún er gestur minn í þættinum mínum Höfðingjar heim að sækja annað kvöld á Stöð 2. Í þættinum bakar hún meðal annars dásamlegar bollur upp úr þessari uppskrift. Ég var mjög ánægð með útkomuna og almáttugur hvað hornin eru góð nýbökuð, ég gef það ekki upp hvað ég borðaði mörg horn þennan bakstursdag. 😉  Ég frysti nokkur horn og mikið er gott að geta gripið eitt og eitt horn af og til. Ég mæli þess vegna með að þið prófið þessa uppskrift sem fyrst. Þið getið auðvitað búið til ostaslaufur, ostabollur og…

1 2 3 4