Æ það er í alvöru talað eitt það besta að byrja daginn á pönnukökubakstri, það gerist eingöngu á frídögum og ég nýt þess í botn. Uppskriftin hér fyrir neðan er ótrúlega einföld og þægileg, sem er plús. Við viljum ekkert flækja hlutina snemma á morgnana. Ég bæti stundum bönunum út í deigið og mér þykir það æðislega gott, en auðvitað má sleppa því eða bæta einhverju öðru góðu út í deigið.
Amerískar pönnukökur með bönunum
Hráefni
- 1 egg
- 5 dl KORNAX hveiti
- 3 tsk lyftiduft
- 1/2 tsk. Salt
- 3 msk. Smjör ( brætt)
- 4 dl. Mjólk (Ef ykkur finnst deigið of þykkt þá bætið þið meiri mjólk út í)
- 1 tsk vanillusykur
- 1 banani
Aðferð:
- Sigtið saman hveiti, lyftidufti og salt í skál.
- Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið.
- Hrærið mjólk og eggjum saman í annarri skál.
- Setjið mjólkurblönduna út í hveitiblönduna og hrærið vel saman.
- Bætið smjörinu saman við í nokkrum pörtum og hrærið vel á milli.
- Bætið vanillusykrinum saman við í lokin.
- Skerið banana í bita og bætið bitunum út í deigið.
- Hitið smjör á pönnu og steikið pönnukökurnar á báðum hliðum þar til þær verða gullinbrúnar.
Ég skar niður meiri banana og fersk jarðaber og lét ofan á, hellti smávegis af sírópi yfir og sáldraði að lokum flórsykri yfir.
Ég mæli með Maine Maple Syrup frá Stonewall Kitchen, ótrúlega bragðgott siróp.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.