Þorskhnakkar í pestósósu með ólífum
Eins og þið sjálfsagt vitið þá elska ég einfaldar og fljótlegar uppskriftir, þessi er einmitt þannig og þið þurfið helst að prófa hana sem fyrst.
- 800 g þorskur
- Salt og pipar
- 300 g rautt pestó
- 1 dl rjómi
- 1 dl fetaostur
- Grænar ólífur
- Nýrifinn parmesan
- Ferskt salat
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Skerið fiskinn í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót, kryddið með salti og pipar.
- Blandið pestóinu, fetaostinum og rjómanum saman í skál. Hellið yfir fiskinn og raðið ólífum yfir.
- Eldið í ofni við 180°C í 25 – 30 mínútur.
- Berið fram með nýrifnum parmesan osti og fersku salati.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.