SÚPERSKÁL MEÐ ÞORSKI

Mexíkósk súperskál

Fyrir 2

Hráefni:

  • 600 g þorskur, roð-og beinlaus
  • 1 msk paprikukrydd
  • salt og pipar
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 tsk smjör
  • 1 msk sweet chili sósa
  • 200 g hýðishrísgrjón, soðin samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum

Aðferð:

  1. Skerið fiskinn í jafn stóra bita, kryddið með paprikukryddi, salti og pipar.
  2. Hitið ólífuolíu á pönnu þar til hún er orðin mjög heit, steikið fiskinn í 2 – 3 mínútur á hvorri hlið. Penslið fiskinn með smávegis af sweet chili sósu í lokin og bætið einnig smá smjöri út á pönnuna.
  3. Berið fiskinn fram með hýðishrísgrjónum, fersku salati, lárperu og bragðmikilli sósu.

Grænmeti: 

  • 4 regnbogagulrætur
  • 1 límóna
  • 2 tómatar
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 stilkur vorlaukur
  • 1 lárpera
  • salt

Aðferð:

  1. Rífið gulrætur niður með rifjárni, kryddið með salti og kreistið smávegis af límónusafa yfir. Setjið til hliðar.
  2. Skerið tómata og rauðlauk afar smátt, blandið vel saman og kryddið með salti og kreistið einnig smávegis af límónusafa yfir.
  3. Skerið lárperuna í jafn stóra bita og saxið vorlaukinn smátt.
  4. Setjið hrísgrjón í botninn á skálinni, því næst fer fiskurinn og svo er það gómsæta grænmetið. Í lokin setjið þið smávegis af sósu yfir og dreifið smátt söxuðum vorlauk yfir.

Bragðmikil chili sósa. 

  • 1 dl sýrður rjómi
  • 1  – 2 tsk sriracha sósa (magn eftir smekk)
  • safi úr 1/2 límónu
  • smá salt

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í skál, blandið vel saman og berið fram með réttinum.

Þið getið séð aðferðina á Instagram, þið finnið mig undir evalaufeykjaran

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

 

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *