Próflok og rauður varalitur

Ég er komin í kærkomið jólafrí. Tilfinningin var góð eftir síðasta prófið í morgun, mig langaði helst til þess að faðma prófvörðinn þegar að ég afhenti honum prófið en ég lét það vera. Ég dreif mig út í bíl og fór í Smáralind til þess að kaupa mér varalit. Ég var aldeilis  búin að lofa sjálfri mér varalit eftir prófin. Keypti mjög fallegan  rauðan varalit í Make Up Store, China Red heitir liturinn og mikið sem ég er ánægð með hann.Þjónustan í Make Up Store er algjörlega frábær svo ég mæli með að þið farið þangað fyrir jólin ef ykkur vantar snyrtivörur.  

Þegar heim var komið þá byrjaði ég auðvitað á því að setja á mig varalit, því ekki get ég byrjað á jólaþrifunum öðruvísi en með varalit. Það er afar sérkennilegt hvað jólaþrifin eru ekki jafn heillandi núna og þau voru í gær þegar að ég var að lesa fyirr prófið. 

Í kvöld þá kemur systir mín og hennar fjölskylda  heim frá Noregi svo ég fæ að knúsast í litlu strákunum mínum. Það verður það allra besta. Dagurinn í dag er ansi ljúfur.

Nú ætla ég hins vegar að vinda mér í blessuð þrifin, við heyrumst kæru vinir.

xxx

Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *