Laugardags lunch í sveitinni

 Helgi enn á ný, dásemd.
Ég er á Hvolsvelli núna og  hér er virkilega gott að vera.
Veðrið er  ótrúlega fallegt og gott svo ég ætla að fara í langan göngutúr á eftir. 
Mig langaði í eitthvað létt og gott í hádegismatinn. Ristað brauð með hvítlauk og salati varð fyrir valinu.  Ótrúlega einfalt, svakalega bragðmikið og ljúffengt.
Ristaði brauð, lét smjör á brauðið, skar hvítlauk og nuddaði honum á brauðið. 
Skar niður tómata, gúrku og lambhagasalat. Setti í skál, muldi fetaost yfir, setti svo pínu olíu og pipar. 
Gott og ferskt.

Ég vona að þið hafið það sem allra best um helgina. 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

  • nammi girnilegt! Er svo ánægð með bloggið þitt 🙂 endilega skelltu inn fleiri svona djúsí hollum og fljótlegum uppskriftum ef þú átt 🙂 Held það sé mjög vinsælt hjá mörgum – Takk x

    Sigrún
    ókunnugur fastagestur

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *