Helgi enn á ný, dásemd.
Ég er á Hvolsvelli núna og hér er virkilega gott að vera.
Veðrið er ótrúlega fallegt og gott svo ég ætla að fara í langan göngutúr á eftir.
Veðrið er ótrúlega fallegt og gott svo ég ætla að fara í langan göngutúr á eftir.
Mig langaði í eitthvað létt og gott í hádegismatinn. Ristað brauð með hvítlauk og salati varð fyrir valinu. Ótrúlega einfalt, svakalega bragðmikið og ljúffengt.
Ristaði brauð, lét smjör á brauðið, skar hvítlauk og nuddaði honum á brauðið.
Skar niður tómata, gúrku og lambhagasalat. Setti í skál, muldi fetaost yfir, setti svo pínu olíu og pipar.
Gott og ferskt.
Ég vona að þið hafið það sem allra best um helgina.
xxx
Eva Laufey Kjaran