Helgarferð til New York

Ég fór ásamt vinkonum mínum að heimsækja besta vin okkar til New York um síðustu helgi. Stefán Jóhann stundar þar nám við NYU og það var orðið tímabært að heimsækja drenginn. Þetta var hreint út sagt stórkostleg helgi, ég á svo skemmtilega vini að það nær engri átt. Við borðuðum yfir okkur í þessari ferð en við eigum það sameiginlegt að vera miklir sælkerar og planið var að njóta. Ég hef nokkrum sinnum komið til New York og mér finnst það alltaf jan æðislegt, hún iðar af mannlifi og skemmtun. Við fórum meðal annars til Brooklyn þar sem að Stefán býr og það var mjög skemmtilegt, hingað til hef ég alltaf verið á sama blettinum á Manhattan svo það var gott a sjá meira af borginni. Samgöngur eru líka mjög góðar í borginni og auðvelt að ferðast á milli.
 Við gistum á Sanctuary Hotel sem er staðsett í hliðargötu á Times Square, vorum tvær mínutur að labba þangað. Hótelið var frábært og ég mæli með að þið skoðið það ef þið eigið leið til NY. Starfsfólkið, herbergið og hreinlætið var til fyrirmyndar sem skiptir höfuðmáli að mínu mati. Ég mæli með nokkrum veitingastöðum sem eru ótrúlega góðir. Mér finnst nefnilega svo ágætt að lesa mig til áður en ég ferðast, ég leita alltaf fyrst af veitiingastöðum og vonandi nýtast þessi meðmæli ykkur.
  • Koi. Fullkominn veitingastaður fyrir þá sem elska sushi.
  • Balthazar. Franskur veitingastaður, mjög elegant. Við pöntuðum borð í hádeginu og fengum okkur bröns og mímósur, að sjálfsögðu. Það er mikilvægt að panta borð með góðum fyrirvara.
  • Dos Caminos. Ég get ekki hætt að hugsa um réttinn sem ég fékk mér á þessum frábæra mexíkóska stað, ég mæli 100% með staðnum ef þið eruð á leiðinni til NY. Eiginlega algjör nauðsyn. Fáið ykkur surf & turf tortillu… það er eitt af því besta sem ég hef smakkað og ferskt quacamole í forrétt og margarítur með. Besti mexíkóski matur sem ég hef smakkað.
  • Bare Burger – Ótrúlega góður hamborgarastaður. Þeir nota eingöngu lífrænt hráefni.
  • Shake Shack. Vinsæll hamborgarastaður, það hafa margir mælt með honum en við náðum því miður ekki að fara þangað í ferðinni en næst fæ ég mér borgara þar.
  • Standard High Line.  Roof Top bar eins og þeir gerast flottastir, fáið ykkur kampavínskokteil á meðan þið dáist að útsýninu. Hann er í göngufæri frá Dos Caminos, og það er upplagt að byrja þar og fara svo yfir í matinn.
  • Sweet Chick.  Ótrúlega hipp og kúl staður í Brooklyn, þar verðið þið að prófa steiktan kjúkling og vöfflur. Það á eftir að koma ykkur á óvart!
  • Magnolia Bakery. Að sjálfsögðu verð ég að mæla með uppáhalds bakaríinu mínu, Magnolia. Bananabúðingur, ostakökur, bollakökur og þriggja hæða kökur sem fá hjörtu til að slá aðeins hraðar.
Hér kemur svo myndaflóð úr ferðinni. Eins og þið sjáið þá er önnur hver mynd af mat, sem betur fer voru kaup ferðarinnar nýjir hlaupaskór, haha. 🙂

Fyrsta kvöldið og beint að borða. Ljúffengir hamborgarar úr góðu hráefni.
Ljúffengir hamborgarar á Bare Burger. Fríða vinkona fékk sér besta mjólkurhristing sem ég hef smakkað á þessum stað, hnetusmjör og banani í aðalhlutverki. Try it!
Morgunmatur á hótelinu, æstur túristi sem vildi smakka allt.

 

 

 

 

Skálað í Mimósur á Balthazar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kökuát í Central Park. Virkilega ljúft.

 

 

 

Fórum að sjálfsögðu upp í Rockefeller Center og útsýnið er engu líkt, þessi borg er svo fögur.

 

 

Three Amigos í Brooklyn.

 

 

 

 

 

Dásamleg helgi með heimsins bestu vinum.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *