Ég bakaði í fyrsta skipti skinkuhorn um daginn, ég veit ekki afhverju ég hef aldrei bakað þau fyrr því mér finnst þau sérlega góð. Þessa uppskrift fékk ég hjá henni Kollu Björns en hún er gestur minn í þættinum mínum Höfðingjar heim að sækja annað kvöld á Stöð 2. Í þættinum bakar hún meðal annars dásamlegar bollur upp úr þessari uppskrift. Ég var mjög ánægð með útkomuna og almáttugur hvað hornin eru góð nýbökuð, ég gef það ekki upp hvað ég borðaði mörg horn þennan bakstursdag. 😉 Ég frysti nokkur horn og mikið er gott að geta gripið eitt og eitt horn af og til. Ég mæli þess vegna með að þið prófið þessa uppskrift sem fyrst. Þið getið auðvitað búið til ostaslaufur, ostabollur og…