Ljúffeng spergilkálssúpa

Það jafnast fátt á við góða og matarmikla súpu á köldum dögum. Þessi súpa er bæði svakalega einföld og góð. Ég mæli hiklaust með að þið prófið.

Spergilkálssúpa

  • 1 msk ólífuolía
  • 300 g spergilkál
  • 2 stórar kartöflur, um350 g
  • 2 hvítlauksgeirar
  • ½ laukur
  • 1,5 l kjúklingasoð (soðið vatn + 2 kjúklingateningar)
  • Salt og nýmalaður pipar
  • Smjör

Aðferð:

  1. Skerið lauk, hvítlauk, spergikál og karöflur í litla bita.
  2. Hitið ólífuolíu í potti, steikið lauk og hvítlauk þar til laukurinn er mjúkur í gegn.
  3. Bætið kartöflum og spergilkáli saman við og steikið í smá stund. Kryddið með salti og pipar.
  4. Hellið kjúklingasoði saman við og leyfið súpunni að malla í hálftíma eða lengur við vægan hita.
  5. Maukið súpuna með töfrasprota (þess þarf ekki en mér finnst hún betri þykkari og þess vegna mauka ég hana)
  6. Bætið smjörklípu út í lokin og kryddið gjarnan betur með salti og pipar.
  7. Berið strax fram með rifnum osti og góðu brauði.
Njótið vel.
xxx
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir
Öll hráefni í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

5 comments

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *