Þegar að klukkan hringdi í morgun kl.05:30 þá voru augnlokin þúsund kíló, ég sem var svo ánægð að hafa farið snemma upp í rúm í gær en þá auðvitað var ég andvaka til að verða tvö. Þannig ég gat ómögulega hugsað mér að skottast af stað í Metabolic þegar að…
Mánuður í jólin og þá má sko byrja að baka smákökur. Gærdagurinn byrjaði á lærdómi en svo tók baksturinn við heima hjá ömmu Stínu. Við áttum ansi ljúfan dag saman. Amma kenndi okkur að baka piparkökurnar hennar sem hún hefur bakað í mörg ár, þær eru að mínu mati ótrúlega…
Ég átti mjög gott kvöld með vinkonum mínum í gær. Við drukkum rauðvín, fengum okkur allskyns góðgæti að borða og spjölluðum um allt og ekki neitt. Það var orðið verulega langt síðan að við áttum svona ljúft kvöld. Við vorum auðvitað með smá veitingar, ég kom með ostasalat sem er…
MasterChef í kvöld. Ég ákvað að slá til og taka þátt í keppninni. Ég er með nokkur fiðrildi í maganum fyrir kvöldinu, bæði spennt og stressuð að horfa á. Úr fréttablaðinu í dag. Ég vona að þið eigið gott kvöld framundan. xxx Eva Laufey Kjaran
Heitt piparmyntusúkkulaði er í miklu eftirlæti hjá mér, hér kemur einföld uppskrift að heitu súkkulaði. Piparmyntusúkkulaði 1 líter mjólk 175 g suðusúkkulaði 1 stk pipp súkkulaði (40 g) 2 dl vatn smá salt Hitið vatn og látið súkkulaðið bráðna í því, passið ykkur á því að sjóða ekki vatnið. Hrærið…
Aðeins tólf dagar í blessuð prófin og svona er útsýnið mitt þetta miðvikudagskvöldið. Núna er ég búin að skipuleggja dagana fram að prófum og flokka námsefnið, þannig nú má fjörið hefjast. Ég reyni að hafa huggulegt í kringum mig á meðan að ég læri, kveiki á kertum, hlusta á jólalög,…
Bræður mínir voru að fara aftur til Noregs í dag, svo í gær þá langaði mig til þess að bjóða þeim í mat. Ég var svolítið lengi fyrir sunnan í gær svo það var ekki mikill tími sem ég hafði til þess að elda, þá datt mér í hug mexíkóskt…
Fimm myndir sem minna mig á yndisleg augnablik frá því í sumar. Hádegisdeit á Snaps með ótrúlega skemmtilegum vinum á sólríkum sumardegi Fór í fyrsta skipti til Kanada í sumar. Hér er ég uppi í CN turninum í Toronto. (Þarna er ég einmitt að biðja fjölskyldu um að taka mynd…
Epli með grófu hnetusmjöri og múslí er virkilega gott millimál að mínu mati. Ég sker miðjuna í burtu af eplinu, blanda saman 1 msk af grófu hnetusmjöri og 1 msk af múslí. Svo læt ég múslíblönduna inn í eplið. Vissulega er líka bara hægt að skera eplið í litla bita…
Nýbakað eplapæ með ís og karamellusósu, það er svo sannarlega algjört sælgæti. Ég geri oft eplapæ, þau eru bæði mjög einföld og ótrúlega góð. Mamma mín er á landinu og það er veisla á hverju kvöldi, algjört dekur. Í gær þá var mamma með dýrindis máltíð handa okkur fjölskyldunni svo…