Ég er komin í kærkomið jólafrí. Tilfinningin var góð eftir síðasta prófið í morgun, mig langaði helst til þess að faðma prófvörðinn þegar að ég afhenti honum prófið en ég lét það vera. Ég dreif mig út í bíl og fór í Smáralind til þess að kaupa mér varalit. Ég…
Pavlova er dásamleg marensterta með rjómakremi og ferskum berjum. Tertan heitir Pavlova til heiðurs rússnesku ballet stjörnunni, Önnu Pavlova. Árið 1926 þá dansaði hún bæði í Ástralíu og í New Zealand og þar var þessi dásamlega terta fundin upp. Pavlova hentar mjög vel sem eftirréttur og í raun hvenær sem…
Ég og amma bökuðum ljúffengar bollakökur fyrr í vikunni. Ég var búin að sjá á netinu uppskriftir af bollakökum með ís og mér fannst það virkilega spennandi, þess vegna varð ég að prufa að baka slíkar kökur. Ég valdi Gott súkkulaðiísinn í kökurnar. Hann er að mínu mati ótrúlega góður…
Það er fátt betra en langur göngutúr í kuldanum þegar orkan er sérlega léleg og lestrarbugun á hæsta stigi. Eftir göngutúrinn þá fórum við á Garðakaffi hér á Skaganum og hlýjuðum okkur yfir heitu súkkulaði og fengum okkur ljúffenga eplaköku. Nú eru örfáir dagar í próflok og örfáir dagar í…
Shepherd’s Pie er einn af þekktustu réttum Breta. Ég get ekki sagt að bresk matargerð heilli mig svakalega mikið en þessi réttur hefur svo sannarlega heillað mig. Þegar að ég bjó í Bretlandi þá labbaði ég oft framhjá matsöluskála sem seldi margar gerðir af bökum. Í hádeginu þá sat ég…
Nú er ég búin að fara í jólaklippingu hjá Svavari mínum. Hann fékk að ráða og ég er ansi ánægð með hárið. Reyndar er ég nú alltaf ánægð með hárið mitt hjá honum, hann er snilli. Ég ætla að njóta þess að vera með ofur hreint og fínt hár í…
Haraldur Sæmundsson yfirkokkur á Hótel Rangá var svo yndislegur að deila með mér og lesendun mínum uppskriftum af réttum sem hann ætlar að matreiða um jólin. Haraldur er skagamaður og meira ljúfmenni hef ég sennilega ekki kynnst. Hann er virkilega fær kokkur og matarástin er allsráðandi hjá þessum unga manni. Hann hefur…
Ég greip með mér sushibakka af Tokyo sushi í gær eftir prófið hjá mér, fór heim og kom mér vel fyrir til þess að hefja lestur fyrir næsta próf og naut þess að borða dásamlegt sushi. Sumsé, lítið að gerast í mínu lífi annað en próflestur en eftir viku þá…
Iittala er í sérlega miklu uppáhaldi hjá mér. Ég tók þá ákvörðun fyrir þremur árum að byrja að safna glösum frá þeim. Ég heillaðist mjög af þeirra hönnun, hún er mjög stílhrein og falleg að mínu mati. Gæðavörur á fínu verði. Ég hef fengið tvö og tvö glös í jóla-og afmælisgjafir…
Okkur ömmu langaði í eitthvað voðalega gott í gærkvöldi, eitthvað einfalt og gott. Við drifum okkur út í Krónu um kvöldmatarleytið. Við stóðum lengi hjá kjötborðinu, skoðuðum úrvalið fram og tilbaka með tilheyrandi valkvíða. Að lokum þá gripum við pakka af kjúklingabringum með okkur , þá var bara spurningin hvernig…