ÆÐISLEG BLEIKJA Á FIMMTÁN MÍNÚTUM

Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur að ég elska ofur einfaldar uppskriftir og það er ekki að ástæðulausu, eftir vinnu þá skal ég viðurkenna það að ég nenni oft ekki að standa lengi í eldhúsinu og þá er gott að eiga eina og eina uppskrift sem tekur enga stund að henda í án þess að það komi niður á gæðum matarins. Þessi uppskrift er einmitt þannig að hún er mjög einföld og fljótleg, ég er um það bil fimmtán mínútur að útbúa þennan rétt fyrir byrjun til enda. Getur maður nokkuð beðið um neitt betra? Þessi matur flokkast nú örugglega líka sem ofurfæða fyrir líkama og sál, svakalega gott og hollt!!

Æðisleg bleikja með mangósalsa

Fyrir 2  – 3

  • 2 bleikjuflök , beinhreinsuð
  • Salt og pipar
  • Ólífuolía
  • Smjör

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu, kryddið fiskinn með salti og pipar og leggið á pönnuna (roðið fyrst niður) Steikið þar til fiskurinn er hálfeldaður og roðið stökkt, snúið við og klárið eldunina í 2 – 3 mínútur.
  2. Setjið smjör út á pönnuna í lokin, og nóg af því!

Á meðan fiskurinn er á pönnunni er óhætt að útbúa meðlætið, spínat og mangósalsa!

Mangósalsa

  • 1 mangó
  • 2 tómatar
  • 1 stilkur vorlaukur
  • 1 lárpera
  • Handfylli kóríander
  • Salt og pipar
  • Góð ólífuolía
  • Safinn úr hálfri límónu

Aðferð:

  1. Skerið hráefnið mjög smátt og blandið öllu saman í skál, kreistið límónusafa og hellið olíunni yfir hráefnin og blandið öllu mjög vel saman.
  2. Skolið og þerrið spínat, leggið á fat og því næst fer heiti fiskurinn sem um leið mýkir spínatið og verður þar af leiðandi volgt og gott.
  3. Hellið síðan salsa yfir fiskinn og kreistið gjarnan safa úr límónu yfir réttinn í lokin.

VOILA!!

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *