Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Það er ósköp notalegt að hafa lamb inn í ofni yfir daginn, ilmurinn um heimilið verður svo góður. Hægeldað lambalæri 1 lambalæri, rúmlega 3 kg Salt og nýmalaður pipar Lambakjötskrydd 1 msk t.d. Bezt á Lambið Ólífuolía 3 stórir laukar, grófsaxaðir 1 heill hvítlaukur, skorinn í tvennt, þversum 2 fenníkur (fennel), skornar í fernt 3 sellerístilkar, grófsneiddir 5 gulrætur 1 rauð paprika 700 ml grænmetissoð 3 greinar tímían 2 greinar rósmarín Handfylli fersk steinselja Aðferð. 1. Hitið ofninn í 120°C. 2. Finnið til stóran steikarpott eða stórt eldfast mót. 3. Leggið lærið í steikingarpottinn eða mótið, veltið upp úr ólífuolíu og kyddið með salti,…