Bláberjamúffur með grísku jógúrti og múslí

Þessi færsla er kostuð og unnin í samstarfi við Kelloggs á Íslandi 

Bláberjamúffur með grísku jógúrti og stökku múslí

Þegar ég bjó í Bretlandi þá fannst mér ekkert betra en að fara á góð kaffihús, panta mér kaffi og fá mér eina bláberjamúffu. Morgunverðarmúffur eru ansi vinsælar í Bretlandi, þær eru ekki eins sætar og venjulegu múffurnar eða bollakökurnar og eru því tilvaldar í morgunsárið þegar við viljum eitthvað aðeins meira en morgunkornið… fullkomið með fyrsta kaffibollanum.

Bláberjabollakökur

  • 1 egg
  • 60 g brætt smjör
  • 75 g sykur
  • 65 ml mjólk
  • 2 tsk vanilla
  • 240 g grískt jógúrt
  • 135 g hveiti
  • 80 g haframjöl salt á hnífsoddi
  • ½ tsk kanil
  • 1 ½ tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsódi
  • 3 dl frosin eða fersk bláber
  • KELLOGGS múslí, magn eftir smekk

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Bræðið smjör og pískið því saman við egg í skál.
  3. Blandið mjólkinni, gríska jógúrtinu, sykrinum og vanilla saman við og hrærið vel. Blandið þurrefnunum saman í skál og bætið þeirri blöndu smám saman við eggjablönduna.
  4. Bætið bláberjunum út í lokin og blandið þeim varlega saman við deigið.
  5. Skiptið deiginu niður í bollakökuform og stráið vel af múslí yfir.
  6. Bakið múffurnar við 180°C í 18 – 20 mínútur eða þar til kökurnar eru gullinbrúnar.

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *