Sushi

Í gær þá ákvað ég að laga sushi, í fyrsta sinn ein.
Lax, lúða, krabbi, allskyns grænmeti, risarækjur og hrísgrjón.
Það tók smá tíma að laga hrísgrjónin og smá dúll að laga bitana, en vel þess virði vegna þess að sushi er svo dásamlega gott.  
 Ferskt og gott hráefni.
 Fallegur lax.
 Sushirúlla, svo gat ég ekki tekið fleiri myndir vegna þess að ég var orðin svo klístruð. Þannig þetta eru einu myndirnar af sushigerðinni sjálfri. 🙂

 Afmælisbarnið komin í betri klæðin og spennt fyrir sushiáti
 Þessi er uppáhalds. Djúpsteikt rúlla með risarækju.
 Lax og lúða.

 Afmælisborðið.

 Lax, avókadó, vorlaukur og rjómaostur. Delish.
Sushi og hvítvín.
Mikið sem ég er heppin að eiga góða í kringum mig því ég átti ansi ljúfan afmælisdag.
Í dag er þjóðhátíðardagur norðmanna, hann er sko haldinn með pompi og prakt. Ég ætla að drífa mig í kjól og fara niður í bæ. Fagna Noregi með norðmönnum.
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

2 comments

Leave a Reply to íris - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *