Marengsbomba

MARENGSBOMBAN

 

TVÖFÖLD UPPSKRIFT

• 8 stk eggjahvítur
• 400 g sykur
• 1 tsk lyftiduft
• Salt á hnífsoddi

1. Forhitið ofninn í 130°C. (blástur)
2. Stífþeytið eggjahvíturnar, þegar froða byrjar að myndast í skálinni bætið þið sykrinum smám saman við ásamt lyftiduftinu og saltinu.
3. Sprautið marengsblöndunni á pappírsklædda ofnplötu ef þið ætlið að útbúa ákveðið form eins og til dæmis tölustafi, annars getið þið bara skellt blöndunni á formið og mótað að vild.
4. Þessi uppskrift er sem fyrr segir tvöföld og ég náði fjórum botnum.
5. Bakið botnana við 130°C í 90 mínútur.
6. Kælið botnana vel áður en þið setjið rjómafyllinguna á milli og ofan á kökuna.

Rjómafylling

  • 500 ml rjómi
  • 500 ml jurtarjómi
  • 3 tsk flórsykur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 100 g hakkað súkkulaði með sjávarsalti og karamellukurli (eða annað gott súkkulaði að eigin vali)

Aðferð:

1. Stífþeytið bæði rjóma og jurtarjóma, blandið vel saman og bætið flórsykri, vanillusykri og hökkuðu súkkulaði út í.
2. Setjið rjómafyllinguna í sprautupoka og sprautið á milli botnana og yfir kökuna.
3. Skreytið með fallegum blómum og makkarónum.

 

Njótið vel.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *