Laxa sashimi með ponzusósu

Ég elska þennan einfalda rétt sem tekur enga og þá meina ég enga stund að útbúa. Þessi réttur er æðislegur sem forréttur en getur líka staðið sem aðalréttur og þá heldur sem léttari máltíð. Ég fékk margar spurningar þegar ég sýndi frá því hvernig ég bjó til réttinn á Instagram hvar ég keypti eiginlega fiskinn en þið ættuð að geta fengið frábæran fisk í næstu búð að minnsta kosti í næsta fiskborði/verslun. Þið veljið þann fisk sem ykkur líst best á að sjálfsögðu.

Laxa sashimi með ponzusósu

Fyrir 3 – 4 sem forréttur

  • 500 g lax, beinhreinsaður
  • 2 lárperur
  • 1/4 tsk rifið engifer
  • 1 hvítlauksrif, smátt saxað
  • 1 msk smátt saxað kóríander + meira til skrauts
  • 1/2 tsk smátt saxað rautt chili + meiri til skrauts
  • 2 tsk ristuð sesamfræ
  • 1,5 dl sojasósa
  • Safi úr einni límónu

Aðferð:

  1. Skerið fiskinn í afar þunnar sneiðar og leggið á disk.
  2. Blandið saman fersku engiferi, hvítlauk, kóríander, smátt skornu chili, ristuðum sesamfræjum, sojasósu og límónusafa í skál og hrærið vel saman.
  3. Skerið lárperu í litla bita og leggið yfir fiskinn.
  4. Hellið svolítið af sósunni yfir og sáldrið gjarnan meiri sesamfræjum yfir.
  5. Skreytið réttinn með fersku kóríander, smátt skornu chili og límónubátum.

Njótið vel.

p.s. ég má til með að benda ykkur á að þessi réttur er líka æði ef þið bætið mangóbitum saman við.

Ég mæli með að þið prófið þennan rétt sem fyrst.

xxx

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir

Öll hráefnin í þessa uppskrift fást í verslunum Hagkaups.

Endilega deildu með vinum :)

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *