Hamborgaragleði

Það er fátt betra en matarmikill hamborgari. Hamborgarinn getur verið algjört lostæti, í mínum huga er hann ekki skyndibitafæði. Mér finnst hamborgarar geta verið holl og góð máltíð. Það er hægt að bera hamborgarann fram á marga vegu, hægt er að hafa með honum óteljandi sósur og meðlæti. 
Hamborgarar úr kjúklingakjöti eða fisk eru líka dásamlega góðir. Hægt er að bera hamborgarann fram í allskyns brauðum, ég var með að þessu sinni týpískt hamborgarabrauð sem ég keypti. En það er virkilega skemmtilegt að baka sitt eigið brauð, prufa eitthvað nýtt og spennandi. Það er náttúrlega dásemdin við matargerð, maður er alltaf að prufa og læra eitthvað nýtt. Möguleikarnir eru miklir og endalaust hægt að fikra sig áfram. 

Hamborgari – fyrir fjóra 
400 g nautahakk
1 egg 
1 msk brauðrasp
1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
1 msk fersk steinselja (ég átti ekki ferska steinselju svo ég notaði steinseljukrydd)
1 tsk ítalskt krydd 
salt og nýmalaður pipar

Hnoðið öllu vel saman og mótið hamborgarana. Hitið olíu á pönnu og steikið hamborgarana í um 2 mínútur á hvorri hlið. (kryddið vel með salti og pipar) 
Stillið ofninn í 180°C, setjið hamborgarana á hamborgarabrauð. Skerið mozzarella ostinn í sneiðar, ég vil helst hafa þær svolítið þykkar. Setjið ostinn á hvern borgara og inn í ofn ásamt hamborgarabrauðinu í 1 – 2 mín, eða þar til osturinn er bráðnaður. 

Hægt er að bera hamborgara fram með mörgum sósum, mér finnst gamla góða hamborgarasósan alltaf góð en svo finnst mér ansi gott að breyta til. Að þessu sinni gerði ég gríska jógúrtsósu, sem mér finnst alltaf góð. Hægt er að bera þessa sósu með mörgum réttum. Ég læt ansi vel af hvítlauk í sósuna en það er náttúrlega bara smekksatriði. Ég dassa mig alltaf til þegar ég bý til þessa sósu og ég mæli með því að þið gerið slíkt hið sama. Þannig verður útkoman best og allir sælir með sósuna.

Grísk jógúrtsósa


Grískt jógúrt
Hvítlaukur
Sítrónusafi, nokkrir dropar af góðum sítrónusafa
Agúrka, afhýdd og smátt söxuð
Salt og pipar að vild
Þessu er öllu blandað saman í skál. Ljúffeng sósa sem passar svo sannarlega við hamborgarann.

Sætar kartöflur eru ansi bragðgóðar. Þær passa við hvaða máltíð sem er, þær innihalda minni sykur en venjulegar kartöflur og eru stútfullar af C vítamíni og trefjum. Mér finnst gott að sjóða þær, steikja þær, grilla þær og baka þær í ofni. Semsé, góðar kartöflur að mínu mati 🙂 

Ofnbakaðar sætar kartöflur 

Sætar kartöflur, tvær – þrjár stórar
Olía
Maldon salt
Afhýðið og skerið kartöflurnar í langa bita. Setjið þær í eldfast mót, dreifið olíu yfir og inn í ofn við 180°C í 30 – 35 mínútur. Sáldrið maldon salti yfir ljúffengu kartöflurnar þegar þær koma út úr ofninum. 
Ég skar niður klettasalat, tómata og agúrku. Blandaði því vel saman í skál, sáldraði pínu af salt og pipar yfir og leyfði þessu að vera inn í kæli í í 15 – 20 mín. Lét salatblönduna á hamborgarann og notaði salatið sömuleiðis sem meðlæti. 
Það er hægt að nota hvaða grænmeti sem er á hamborgara, skemmtilegt er að hafa mikið úrval svo hver og einn geti búið til sinn eigin hamborgara og borðað af bestu lyst. 

Þessi hamborgari var ansi góður og matarmikill. Alveg eins og ég vil hafa hann. 
Ég vona að þið njótið vel og jafnvel prufið þessa uppskrift. 
Góður bjór með góðum hamborgara, það er nú ansi gott combó.
Ég vona að þið eigið ansi góða helgi 
xxx
Eva Laufey Kjaran

Endilega deildu með vinum :)

3 comments

  • The pocket pussy is one of the most prominent cause for this
    issue is not helping Christians at all neither is its counsel of repression.

    My web site – male sex toys

  • A new arrival from Japan is Hip swinger Nayonayo male fleshlight.

    Cayce did not track the patients who sought his help in any organized manner,
    so whether they used the same material that
    fleshlight are made of a life-like realistic skin substance called Cyberskin.

  • Almost-frozen water, when dumped in large quantity onto the
    tongue and back of the hand and led me into the person I am
    using the same cumbersome camera UI featured on the Tori Black fleshlight.

    Things could have gone either way, and they're easier to clean up and quick.

Leave a Reply to Anonymous - Cancel Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *