Archives

GRILLAÐUR MAÍS – BESTA MEÐLÆTIÐ FYRR OG SÍÐAR.

Það stytti upp í korter í vikunni og þá var tilefni til þess að grilla, mig langar að skrifa langloku um veðrið og röfla en ég er að reyna að halda röflinu í lágmarki. Ég er samt orðin svo súr á þessu, en jæja.. ég ætla að tala um góðan mat sem gleður! Ég grillaði maís í fyrsta sinn og ég skil raunverulega ekkert í sjálfri mér að hafa ekki prófað það fyrr, þetta var guðdómlega gott. Stökkur maís í hvítlaukssmjöri með fetaosti, radísum, ferskum kryddjurtum og límónusafa… namm!! Þið verðið hreinlega að prófa, ég lofa að þið eigið eftir að gera þetta aftur og aftur. Grillaður maís í hvítlaukssmjöri 2 ferskir maísstönglar í hýðinu Salt og pipar Chipotle parmesan krydd 50 g smjör 1…

GEGGJAÐ RÆKJUTACOS MEÐ FERSKU SALSA

Mánudagsfiskurinn í þessari viku var risarækjutacos með bræddum osti, stökkum tortilla vefjum og fersku salsa. Ég ætlaði reyndar bara að kaupa fisk til þess að steikja en brjálæðislega girnilegar tortilla vefjur fönguðu hug minn en þær voru ólíkar þeim sem ég kaupi venjulega og ég gat ekki annað en gripið þær með mér heim. Þetta kallaði einfaldlega á gott tacos kvöld! Tortilla vefjurnar  gegna lykilhlutverki í þessum rétti, ég segi ykkur það satt. Bragðið af þeim gerir matinn svo spennandi og hann verður líkari ekta mexíkóskum mat fyrir vikið, ég verð eiginlega að mæla með að þið kaupið þessar tortilla vefjur og þá vitið þið hvað ég er að tala um. Bragðmikið rækjutacos með fersku salsa Fyrir fjóra 2 pakkar risa- eða tígrisrækja (um það…

Pönnusteikt langa með blómkálsmauki, ferskum aspas og lauksmjöri.

Pönnusteiktur fiskur er alltaf brjálæðislega góður og ég elska glænýjan fisk í smjörsósu, það er einfaldlega best. Það tekur enga stund að útbúa þessa máltíð og það má eiginlega flokka þennan rétt sem skyndibita, þar sem vinnuframlagið er lítið sem ekki neitt en útkoman stórkostleg! Ég eldaði þennan fisk fyrir viku og get ekki beðið eftir kvöldmatnum í kvöld en það er einmitt fiskur á boðstólnum. Stórgóð byrjun á vikunni og við þurfum stórgóða byrjun til þess að þola þessa rigningu.   Pönnusteikt langa með blómkálsmauki, ferskum aspas og lauksmjöri. Fyrir 3-4 800 g langa, roð- og beinlaus Olía Smjör Salt og pipar 4 dl Mjólk 4 dl Hveiti Aðferð: Skerið lönguna í jafn stóra bita, setjið hvern bita ofan í mjólkina og því næst…

ÆÐISLEG BLEIKJA Á FIMMTÁN MÍNÚTUM

Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur að ég elska ofur einfaldar uppskriftir og það er ekki að ástæðulausu, eftir vinnu þá skal ég viðurkenna það að ég nenni oft ekki að standa lengi í eldhúsinu og þá er gott að eiga eina og eina uppskrift sem tekur enga stund að henda í án þess að það komi niður á gæðum matarins. Þessi uppskrift er einmitt þannig að hún er mjög einföld og fljótleg, ég er um það bil fimmtán mínútur að útbúa þennan rétt fyrir byrjun til enda. Getur maður nokkuð beðið um neitt betra? Þessi matur flokkast nú örugglega líka sem ofurfæða fyrir líkama og sál, svakalega gott og hollt!! Æðisleg bleikja með mangósalsa Fyrir 2  – 3 2 bleikjuflök , beinhreinsuð Salt…

Kjúklingur Saltimbocca

Kjúklingur Saltimbocca er Ítalskur réttur og nafnið þýðir eiginlega „Stekkur upp í munninn“ og vísar til þess hve ljúffengur rétturinn er.  Í upprunalegu uppskriftinni er kálfakjöt notað en oft er kálfakjötinu skipt út fyrir kjúkling. Þessi réttur samanstendur af þunnum kjúklingabringum, hráskinku og salvíublöðum. Þetta er réttur sem á eftir að koma ykkur á óvart. Hann er mjög einfaldur en mamma mía hvað hann er góður. Sannkallaður sælkeraréttur sem þið ættuð að prófa. Rétturinn er borinn fram með kartöflumús og ljúffengri hvítvínssósu. Njótið vel! Kjúklingur Saltimbocca.     Fjórar kjúklingabringur     8 hráskinkusneiðar     10 – 12 fersk salvíublöð     Salt og nýmalaður pipar     1 – 2 msk. Ólífuolía   Aðferð: Skerið kjúklingabringur í tvennt og kryddið með salti og pipar. Leggið…

Sesar salat með stökkum kjúkling og hvítlaukssósu

Sesar salat Klassískt salat sem ég elska ofurheitt, ég hef vanalega notað kjúklingabringur í þetta salat en ég sá svo girnileg kjúklingalæri með legg út í búð sem ég mig langaði að prófa og viti menn! Salatið er enn betra með stökkum kjúkling… svo gott að þið verðið einfaldlega að prófa þessa uppskrift sem fyrst. Hvítlaukssósa *Þetta er ekki klassísk sesar-sósa en þetta er ósköp góð og létt hvítlaukssósa sem hentar fullkomnlega út á salatið 3 dl grískt jógúrt 1 tsk dijon sinnep 1/2 hvítlauksrif safi úr hálfri sítrónu salt og pipar 60 g nýrifinn parmesan ostur Aðferð: Maukið öll hráefnin saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél, smakkið ykkur til með salti og pipar. Það er gott að kæla sósuna aðeins í ísskáp áður en…

Páskamaturinn

Fylltur lambahryggur með æðislegri sósu og hvítlauks- og rósmarín kartöflum.  Beef Bourguignon slær alltaf í gegn, einn besti kjötréttur í heimi.  Æðislegt humarsalat með mangósósu og ristuðum furuhnetum.  Hægeldað lambalæri með rjómalöguðu kartöflugratíni og piparostasósu.  Andasalat með geitaosti og stökkum valhnetum.  xxx Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir Öll hráefnin sem eru notuð í þessar uppskriftir fást í verslunum Hagkaups.

Fiskibollurnar hennar ömmu Stínu

Öll eigum við minningu tengda mat, ég á margar mjög góðar minningar úr eldhúsinu hennar ömmu. Eitt af því sem mér fannst best að fá hjá henni voru fiskibollurnar hennar. Ég sé ömmu alltaf fyrir mér í eldhúsinu sínu í Engihjallanum með svuntu á milljón að gera bollur handa stórfjölskyldunni. Mamma gerði þessar bollur reyndar líka mjög oft heima, þá þótti mér mesta sportið að fylgjast með þegar hún hakkaði fiskflökin.  Ég hef smakkað allskonar bollur en það er engin uppskrift sem kemst með tærnar þar sem þessi hefur hælana. Lyktin sem umvefur heimilið er ótrúlega góð og bollurnar eru svo ljúffengar. Þær eru silkimjúkar og bragðast æðislega vel með soðsósunni góðu. Fiskibollurnar hennar ömmu 800 fiskhakk 1 meðalstór laukur, smátt saxaður 1 msk. ARomat…

Litlar sætkartöflupizzur með lárperumauki og fetaostmulningi

Ég er mjög hrifin af sætkartöflum og er aðeins að prófa mig áfram með uppskriftir þar sem þær eru í aðalhlutverki. Ég prófaði að útbúa litlar sætkartöflupizzur í hádeginu um daginn og þær voru ansi ljúffengar og þess vegna langar mig að deila uppskriftinni með ykkur. Þetta er sáraeinföld uppskrift og þessi réttur er tilvalin sem forréttur eða létt máltíð, það má alltaf gera gott salat eða eitthvað álíka til þess að hafa sem meðlæti. Einfalt, fljótlegt, hollt og gott! Sætkartöflupizza með lárperumauki og fetaostmulningi Fyrir fjóra (2 – 3 á mann) 2 stórar sætar kartöflur ólífuolía salt og pipar ferskt eða þurrkað timían 2 lárperur 1 hvítlauksrif 1 límóna kirsuberjatómatar fetaostur, hreinn basilíka Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Skerið sætar kartöflur í sneiðar og…

Fullkomin steik – Sous Vide nautalund með öllu tilheyrandi

Bóndadagurinn er á morgun og því er tilvalið að elda eitthvað gott annað kvöld eins og til dæmis þessa dýrindis nautalund sem ég bauð foreldrum mínum upp á um síðustu helgi. Ég er ekki frá því að þetta hafi verið besta nautalund sem við höfum smakkað, nú er ég ekki að lofsama sjálfa mig þar sem ég notaði Sous Vide tækið og það gerir kraftaverk. Ég er að segja ykkur það satt! Fullkomið naut með rótargrænmeti, kartöflumús og heimsins bestu rauðvínssósu sem ég fæ gjörsamlega ekki nóg af. Sous Vide nautalund Fyrir 4 1 kg nautalund (ég miða við ca. 200 – 250 g á mann) Salt og pipar Smjör Aðferð: Fyllið stóran pott af vatni, setjið sous vide tækið út í pottinn og stillið…

1 3 4 5 6 7 21