Archives

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu

Karrífiskur með æðislegri jógúrtsósu *Fyrir fjóra  800 g fiskur til dæmis þorskur eða ýsa 5 dl hveiti salt og pipar 1 msk karrí 1 msk sinnepsduft 2 msk  fersk smátt söxuð steinselja salt og nýmalaður pipar, magn eftir smekk 3 egg ólífuolía til steikingar + smá smjör Aðferð: Skerið fiskinn í jafn stóra bita. Blandið saman í skál hveitinu og kryddum. Pískið þrjú egg saman í skál. Hitið ólífuolíu á pönnu. Veltið fiskbitunum upp úr hveitiblöndunni og síðan upp úr eggjablöndunni.  Steikið fiskinn á pönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið, setjið síðan fiskinn í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 10 – 12 mínútur. Það er ágætt að setja smá smjörklípu ofan á fiskinn áður en hann fer inn í…

Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu

Uppáhalds forrétturinn minn er án efa nauta carpaccio og ég elska hvað það er auðvelt að útbúa þennan rétt. Lykillinn er eins og alltaf, að velja bestu hráefnin og að þau fái að njóta sín. Gott nautakjöt, úrvals ólífuolía, góður parmesan og góð piparrótarsósa. Lúxus skyndibiti ef svo má að orði komast, þið eruð sennilega 10 mínútur frá byrjun til enda að útbúa réttinn. Það er ekki að ástæðulausu að þessi réttur var borin fram sem forréttur í brúðkaupinu okkar, ég gjörsamlega elska hann. Nauta carpaccio með rjómalagaðri piparrótarsósu Fyrir 4 400 g nautalund góð ólífuolía salt og pipar klettasalat sítróna parmesan ostur 100 g ristaðar furuhnetur Aðferð: Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið getið. (það er gott ráð…

Ómótstæðilegur graflax með ljúffengri sósu

  Eitt af því sem mér þykir algjörlega ómóstæðilegt og nauðsynlegt fyrir jólin er graflax með góðri sósu. Ég hreinlega elska grafinn lax og gæti borðað hann í öll mál yfir jólin.. þessi uppskrift er afar einföld og þið ættuð þess vegna öll að geta leikið hana eftir. Graflax 1 laxaflak ca. 700 g. Beinlaust. 200 g salt 200 g púðursykur 6 piparkorn 2 msk vatn 1 msk graflaxblanda frá Pottagöldrum 4 – 5 msk dill ½ sítróna Aðferð: Leggið laxflakið í mót. Blandið saman salti, púðursykri, piparkornum og vatni í matvinnsluvél. Hellið síðan blöndunni yfir laxaflakið og nuddið vel inn í laxinn. Stráið kryddinu jafnt yfir flakið og saxið dillið mjög smátt og stráið yfir. Rífið börk af hálfri sítrónu yfir laxaflakið í lokin….

Einfalt og fljótlegt hummus sem bragð er af

Ég er búin að vera með æði fyrir hummus í nokkra daga og ég fæ bara ekki nóg af því! Ég elska að fá mér hummus ofan á hrökkbrauð eða með fersku grænmeti, ótrúlega einfalt og gott. Þessi uppskrift sem ég deili með ykkur í dag er afar einföld og fljótleg, en ég nota tilbúnar kjúklingabaunir en þið getið auðvitað keypt þær ósoðnar, lagt þær í bleyti og eldað. Það tekur aðeins lengri tíma en stundum hefur maður meiri tíma í eldamennskuna 🙂 Einfalt og fljótlegt hummus (Sem klárast eins og skot) 1 dós kjúklingabaunir 2 msk tahini mauk handfylli kóríander skvetta úr sítrónu 2 hvítlauksrif 1/2 dl góð ólífuolía 1 tsk paprikukrydd salt og pipar Aðferð: Kjúklingabaunirnar eru skolaðar og þerraðar Setjið öll hráefnin…

Kröftug haustsúpa

Í gærkvöldi eldaði ég þessa ljúffengu súpu sem er að mínu mati fullkomin á haustin, ég keypti hakk fyrr um daginn og ætlaði að elda takkó en mig langaði miklu meira í súpu og þess vegna ákvað ég að prófa að nota hakkið í þessa kröftugu „gúllassúpu“. Það kom mjög vel út og súpan varð aðeins léttari fyrir vikið, ég elska gúllassúpur og þessi hér sem er uppskrift frá mömmu minni er í miklu uppáhaldi. Ég studdist við hana þegar ég eldaði þessa súpu í gær og notaði bara það sem ég átti til í ísskápnum, þá má sko aldeilis leika sér með hráefnin í þessari uppskrift – ekkert er heilagt í súpugerð 🙂 Kröftug haustsúpa 1 msk olía 400 g nautahakk 5 sneiðar beikon…

Heilsteiktur kjúklingur með sítrónu og tímían

Einfaldleikinn er bestur og þessi réttur sannar það, öll hráefnin saman í einn pott og inn í ofn! Vinnuframlagið nánast ekki neitt en útkoman hrikalega ljúffeng. Ég elda kjúkling að minnsta kosti einu sinni í viku og mér finnst mjög gaman að prófa nýja rétti, ég eldaði þennan kjúkling í gærkvöldi og hann vakti mikla lukku. Kjúklingur og sítróna fara svo vel saman.. og ég tala nú ekki um ef þið bætið tímían og smjöri saman við þá tvennu. Sósan sem ég útbjó úr soðinu er ein sú besta, sítrónubragðið er svo gott og ferskt með kjúklingakjötinu að ég verð eiginlega bara að biðja ykkur um að prófa þennan rétt þá vitið þið hvað ég er að meina. Mæli með þessum og ég vona að…

Amerískar pönnukökur með Ricotta osti og æðislegt túnfisksalat

Bröns er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og ég hef nú komið að hér áður, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Ég elska þegar tími gefst fyrir brönsboð um helgar og mig langar að deila með ykkur uppskriftum sem eru skotheldar í slík boð. Annars vegar safaríkar og ótrúlega góðar pönnukökur sem eru að mínu mati ómissandi í brönsinn.. að þessu sinni inniheldur uppskriftin Ricotta ost en osturinn gerir pönnukökurnar einstaklega safaríkar og ‘fluffy’, fullkomnar pönnukökur sem ég mæli með að þið prófið. Hin uppskriftin er að æðislegu túnfisksalati sem ég fæ ekki nóg af. Vonandi eigið þið eftir að prófa þessar uppskriftir og ég vona auðvitað að þið njótið vel. Góða helgi! Amerískar pönnukökur með Ricotta osti 5 dl hveiti 3…

Föstudagspizzan og ofnbakaðar parmesan kartöflur

Á föstudögum elskum við að fá okkur heimabakaða pizzu og borða hana yfir góðu sjónvarpsefni, já allar reglur um að borða ekki í sófanum yfir sjónvarpinu mega gleymast í eitt kvöld eða svo.. okkur finnst þetta mjög huggulegt 🙂 Pizza með hráskinku, klettasalati og kirsuberjatómötum. Pizzadeig: 2 1/2 dl volgt vatn 2 tsk þurrger 2 tsk hunang 2 msk ólífuolía 400 – 450 g hveiti Aðferð: Leysið gerið upp í volgu vatni og það er afar mikilvægt að gerið sé volgt. Bætið hunangi saman við og hrærið vel í. Þegar byrjar að freyða í skálinni er gerið klárt. Blandið olíu og hveitinu saman við í hrærivélaskál. Þið getið auðvitað hnoðað deigið í höndunum en mér finnst langbest að nota hnoðarann á hrærivélinni, það ferli tekur…

Kjúklingur Milanese

Mamma mía, hvar á ég að byrja? Það er kannski smá klisja á byrja á því að segja að þetta sé ein besta kjúklingauppskrift sem fyrirfinnst í heiminum… er nokkuð mikið að byrja færsluna svona hógværlega? Kjúklingur Milanese er einn þekktasti kjúklingaréttur í heimi og einn sá besti.. ítreka það enn og aftur. Ég gjörsamlega elska þennan rétt og panta hann yfirleitt á veitingastöðum ef hann er á matseðlinum, hann sameinar allt það sem ég elska.. kjúkling, pasta, góða tómat-og basilíkusósu og mozzarella! Þið getið rétt ímyndað ykkur ef þið útbúið heimalagað pasta með hvað þetta er dásamlega gott. Ég hef alltof lítið lofsamað pasta græjuna mína hér inni og hún ætti nú skilið sér færslu, kannski ég geri það bara á næstu dögum en…

Sítrónupasta og ljúffengt Mozzarella salat

Uppáhalds réttirnir mínir þessa stundina eru þessir tveir þ.e.a.s. sítrónupasta og Mozzarella salat  – ég hef sagt ykkur áður hvað ég elska pasta og það stigmagnast bara með degi hverjum (mögulega skelli ég þessu á óléttuna, haha). Ég gæti borðað Mozzarella ost í hvert mál – hann er svo góður eins og þið vitið og er auðvitað fullkominn með tómötum sem ég fæ heldur ekki nóg af þessa dagana.. semsagt ég fæ ekki nóg af neinu og borða mikið 😉 Hér að neðan er uppskrift að einfaldasta en jafnframt afar ljúffengum pastarétt og Mozzarella salati sem þið verðið að prófa. Sítrónupasta og ljúffengt mozzarellasalat * Fyrir þrjá til fjóra Hráefni: Spaghettí ca. 350 g salt ólífuolía 60 g smjör 140 g klettasalat handfylli fersk basilíka…

1 3 4 5 6 7 17