Archives

Kalt pastasalat sem tekur enga stund að búa til

Fyrir fjóra – sex 350 g pasta að eigin vali Handfylli basilíka Handfylli spínat 1 hvítlauksrif Safi úr hálfri sítrónu 1 dl ólífuolía Salt og pipar 1 rauðlaukur 1 rauð paprika 12 kirsuberjatómatar 2 dl fetaostur Hnetukröns (blandaðar hnetur að eign vali + smá sojasósa) Aðferð: Sjóðið pastað í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og kælið þegar það er tilbúið. Útbúið einfalt pestó með því að setja basilíku, spínat, hvítlauk, safa úr hálfri sítrónu, ólífuolíu, salt og pipar í matvinnsluvél þar til pestóið er orðið fínt, þið stjórnið þykktinni með ólífuolíunni. Saxið rauðlauk, papriku og kirsuberjatómata smátt. Útbúið hnetukröns með því að þurrrista hneturnar á heitri pönnu og þegar þær eru gullinbrúnar bætið þið smá sojasósu út á og blandið vel saman. Blandið…

ÆÐISLEGT TAGLIATELLE Á KORTERI

Eins og þið flest vitið þá elska ég pasta og þessi afar einfaldi réttur sem tekur korter að búa til er í algjöru uppáhaldi. Ég notaði æðislegt pasta frá Kaju Organic, en þetta er lífræn framleiðsla og auðvitað framleidd hér á landi. Það skemmir ekki fyrir að fyrirtækið er staðsett á Akranesi og þess vegna fannst mér enn skemmtilegra að prófa þetta pasta og það er æðislega gott, mæli hiklaust með að þið prófið og styðjið í leiðinni íslenska framleiðslu. Þetta er ekki auglýsing, annars myndi ég nú taka það fram 🙂 Ég er bara svo ánægð með fyrirtækið Kaja er að stækka og bæta við sig allskyns vörum sem eru afar spennandi. TAGLIATELLE 200 g Tagliatelle Ólífuolía Salt og pipar 1 krukka pastasósa með…

Kjúklingur Milanese

Mamma mía, hvar á ég að byrja? Það er kannski smá klisja á byrja á því að segja að þetta sé ein besta kjúklingauppskrift sem fyrirfinnst í heiminum… er nokkuð mikið að byrja færsluna svona hógværlega? Kjúklingur Milanese er einn þekktasti kjúklingaréttur í heimi og einn sá besti.. ítreka það enn og aftur. Ég gjörsamlega elska þennan rétt og panta hann yfirleitt á veitingastöðum ef hann er á matseðlinum, hann sameinar allt það sem ég elska.. kjúkling, pasta, góða tómat-og basilíkusósu og mozzarella! Þið getið rétt ímyndað ykkur ef þið útbúið heimalagað pasta með hvað þetta er dásamlega gott. Ég hef alltof lítið lofsamað pasta græjuna mína hér inni og hún ætti nú skilið sér færslu, kannski ég geri það bara á næstu dögum en…

Sítrónupasta og ljúffengt Mozzarella salat

Uppáhalds réttirnir mínir þessa stundina eru þessir tveir þ.e.a.s. sítrónupasta og Mozzarella salat  – ég hef sagt ykkur áður hvað ég elska pasta og það stigmagnast bara með degi hverjum (mögulega skelli ég þessu á óléttuna, haha). Ég gæti borðað Mozzarella ost í hvert mál – hann er svo góður eins og þið vitið og er auðvitað fullkominn með tómötum sem ég fæ heldur ekki nóg af þessa dagana.. semsagt ég fæ ekki nóg af neinu og borða mikið 😉 Hér að neðan er uppskrift að einfaldasta en jafnframt afar ljúffengum pastarétt og Mozzarella salati sem þið verðið að prófa. Sítrónupasta og ljúffengt mozzarellasalat * Fyrir þrjá til fjóra Hráefni: Spaghettí ca. 350 g salt ólífuolía 60 g smjör 140 g klettasalat handfylli fersk basilíka…

Brúskettur með ricotta osti og kirsuberjatómötum

Einfaldar og fljótlegar uppskriftir eru gulls í gildi, sérstaklega yfir sumartímann en þá er svo gott að geta skellt í uppskrift sem krefst ekki mikillar fyrirhafnar. Þið vitið – afþví við erum auðvitað föst í sólbaði alla daga 😉 Ég elska brúskettur og þessi uppskrift sem ég ætla að deila með ykkur er líklega sú sem ég geri oftast og mér finnst hún aldrei klikka. Hráefnin eru ekki mörg en það þarf nefnilega alls ekki að flækja málin þegar hráefnin eru svo góð.   Brúskettur með ricottaosti og kirsuberjatómötum 1 fínt snittubrauð 1 msk ólífuolía 200 g ricotta ostur 20  kirsuberjatómatar 2 msk smátt söxuð basilíka ½ hvítlauksrif 1 msk ólífuolía ¼ tsk balsamikedik sítrónubörkur salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. Skerið niður…

Heimalagað ravíoli fyllt með ricotta osti og spínati

Mér finnst mjög ólíklegt ef pastaástin mín hefur farið framhjá ykkur en sú ást stigmagnast á degi hverjum, sérstaklega eftir að ég eignaðist pastavél.. mamma mía hvað ég verð að mæla með slíku tæki í eldhúsið ef þið eruð mikið fyrir pasta og langar að prófa að búa til sjálf. Ég skil ekkert í mér að hafa ekki prófað það fyrr – það er svo lygilega einfalt að búa til pasta, ég er að segja ykkur það satt. Hér er uppskrift sem ég elska og gæti borðað í öll mál, fyllt pasta með ricotta osti og spínatfyllingu… þið verðið bara að prófa. Heimalagað ravioli með ricotta- og spínatfyllingu. Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt   Aðferð:…

Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu. Hinn fullkomni pastaréttur!

Heimalagað tagliatelle með risarækjum og pastasósu. Hinn fullkomni pastaréttur! Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð: Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu, setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndum. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu, setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið deigið í kæli í 30 – 40 mínútur. Skiptið deiginu í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út, í pastavél eða með kökukefli. Skerið pastadeigið í þunnar lengjur eða notið pastavélina til þess að móta tagliatelle. Sjóðið í vel söltu vatni í þrjár mínútur. Risarækjur í tómata-og basilíkusósu  1 msk ólífuolía 12 – 14 risarækjur 1…

Rjómalagað spaghettí með beikoni og grænmeti

Ég er ekki búin að hugsa um annað undanfarna daga en rjómalagað pasta og ég í kvöld var kvöldið til þess að elda gott pasta! Ég ætla að skella þessu á óléttuna, ég þrái kolvetni í hvert mál og mér þykir ekkert betra en gott pasta. Uppskriftin sem ég gerði í kvöld er sáraeinföld og ég notaði bara eitt og annað sem ég átti til í ísskápnum, útkoman var að mínu mati ofboðslega góð og þess vegna ætla ég að deila henni með ykkur. Það er aldrei slæmt að eiga uppskrift að einföldum pastarétt sem tekur enga stund að búa til, ég meina hver elskar ekki rjóma og pasta? Rjómalagað spaghettí með beikoni og grænmeti   350 g spaghettí Ólífuolía 8 sneiðar beikon 1/2 rauð…

Einfaldasti pastarétturinn

Orðið Arrabbiata þýðir “ævareiður” en þá er verið að vísa í hve sterkur rétturinn er.  Ég vann á litlu veitingahúsi í Oxford fyrir nokkrum árum og þessi pastaréttur var einn sá vinsælasti. Það var ekki aftur snúið þegar ég var búin að smakka hann, enda er hann mjög bragðgóður og sérstaklega einfaldur. Ég hvet ykkur til þess að prófa þennan rétt, það tekur enga stund að elda hann og ég er handviss um að hann eigi eftir að slá í gegn á heimilinu.  Þó nafnið vísi í að þetta sé MJÖG sterkur réttur þá hafið þið hann eins og þið viljið, ég myndi segja að eftirfarandi uppskrift væri miðlungs sterk. Ég vona að þið njótið vel. Pasta Arrabbiata Undirbúningstími 10 mínútur Eldunartími 20 mínútur  Fyrir…

Spínat- og ostafyllt pasta sem bráðnar í munni

Ef ég ætti að velja minn uppáhalds pastarétt þá væri það án efa þessa hér, hann sameinar allt það sem mér þykir gott. Pasta, nóg af osti, góða sósu og spínat. Mjög djúsí og góður réttur sem þið ættuð endilega að prófa. Cannelloni fyrir þrjá til fjóra      Ólífuolía      1 laukur      3 hvítlauksrif      2 dósir hakkaðir tómatar      Salt og nýmalaður pipar      Handfylli basilíka      1 lárviðarlauf      ½ kjúklingateningur      500 g spínat      ½ tsk múskat      Börkur af hálfri sítrónu      500 g kotasæla      1 egg      4 msk nýrifinn parmesan ostur      200 g cannelloni pasta      150 mozzarella ostur…

1 2