Archives

Jólajólajól…….

Nóvember Nóvember – mikil ósköp er tíminn fljótur að líða! En nú er löglegt fyrir jólabarn eins og mig að fara aðeins að spegúlera í jólunum að alvöru. Um helgina tók ég smá skraut úr geymslunni, til þess að þrífa það náttúrlega .. en svo væri það synd að setja það aftur inn í geymslu svo það fékk sitt sæti á heimilinu. Og þannig verður það fram að jólum, lítt og lítt í einu. (eða lítt og lítt í nóvember) Ætla mér nú að eyða jólaprófalestrinum í kósí jólahúsi. .. Ég ætla að skreppa í Ikea í vikunni og næla mér í eitt og annað sem ég tel brýna nauðsyn. t.d. ætla ég að fjárfesta í þessum boxum sem ég ætla að fylla með dýrindis…

Yndisleg vika.

Yndisleg vika að baki – Elskulega mamman mín kom heim frá Noregi, Maren systir mín átti afmæli, fór með ansi góðu fólki á heimildarmyndina um Ragga Bjarna sem er að mínu mati algjör snilld – og mæli með að fólk skelli sér á hana. En náttúrlega það bestasta besta við þessa viku var að Harpa frænka mín eignaðist prinsessu s.l. fimmtudag á afmælisdaginn hennar Mæsu 🙂   Mamma og ég að hitta prinsessuna í fyrsta skiptið. En jæks, nóvember á morgun! Hvert flaug tíminn eiginlega???

Brööööööööööööns

Það sem ég elska við helgar… eða eitt af því sem ég elska við helgar er helgarbröns! Er svo heppin að eiga góða systur sem að bauð uppá ansi ljúffengt bröns í morgun… sérdeilis gott að starta deginum á eðal brönsi og rúsínan í pylsuendanum voru vöfflurnar sem voru í dessert með rjóma og heitri karmellusósu… og auðvitað heitt kakó með rjóma.. Nú sit ég södd og sæl við lestur… Ég er ekkert svo mikið að blogga um mat er það nokkuð???

Ein múffa á dag kemur skapinu í lag!

Jæja! Þá er sinna þessu blessaða bloggi :o) London var yndisleg – einsog við mátti búast. Ég og Maren systir flugum saman og hittum restina af famelíunni í London (þau flugu frá Noregi) ansi indælt að hitta þau einsog alltaf. Gátum ekki verið heppnari með betra veður – alveg yndislegt, sól og hiti allann tímann. Ég elskaði það að vera í kjól/stuttbuxum og bara í þunnri peysu með! Enginn 66° norður úlpa! Ég elska London/Bretland – klisjukennt en.. mér líður meira einsog ég sjálf þegar að ég er þar, finnst best að dunda mér ein, sitja tímunum saman á kaffihúsum með góða bók eða tímarit, í þæginlegum fötum.. og án þess að hafa áhyggjur af einu né neinu. Vera bara ein í aragrúunni af fólkinu…

Bentu á þann sem að þér þykir bestur…

Eftir fjóra daga þá verð ég í Lundúnum með famelíunni… og ég hlakka ekkert lítið til. Er búin að vera að vafrast tiltölulega mikið um á fatasíðum… einsog gengur og gerist á maður það til í detta þangað inn og láta sig dreyma… OG fyrir stelpur einsog mig sem eru kjólasjúúúkar þá eru til svo mikið af fallegum kjólum núna. Fallegir litir, rómantískir, mjög kvenlegir og penir kjólar út um allt.. Og mig langar svo í marga marga… H&M – pæjulegur kjóll Elska þennan lit og sniðið H&M Sérstakur litur, en samt fallegur og fallegt snið. H&M Haustlegur H&M Dáldið öðruvísi en ótrúlega sætur H&M Bjútíful – Warehouse Warehouse – mjög smart Elskar ermarnar – Warehouse Sætur peysukjóll úr Warehouse Kjólarnir væru líka voða fínir…

Little Britain =)

Í tilefni þess að ég er hérna í útlandinu þá ætla ég að blogga örlítið á meðan….Ég er semsé í málanámi og að vinna í Englandi, verð hérna næstu fjóra mánuðina. Við Kristín komum til Lundúna s.l. sunnudag tókum síðan lestina til Bournemouth.. sváfum ansi vært allt ferðalagið og vorum endurnærðar þegar við loks komum heim til fjölskyldunnar sem við búum hjá þessa vikuna á meðan að við erum í Bournemouth. Fjölskyldan er ansi ljúf, þau eru tvö hjónin, eiga tvö börn og tvo hunda. Svo eru sjö aðrir einstaklingar frá ýmsum löndum sem búa hér á okkar aldri. Svo þetta er ansi fjörugt heimili. :o) Við byrjuðum í skólanum á mánudaginn, við erum í fámennum bekk. Erum sjö talsins en það er eiginlega bara…

1 77 78 79