Archives

Jólastússerí

Ég hóf smá jólastússerí í dag eftir heimsókn í Ikea í gær. Í staðinn fyrir að eyða tíma á facebook í læripásum þá var ég aðeins að dúllerast í staðinn. Ég keypti mér ósköp venjulegt rautt kerti á 295.kr, en skreytti það með rauðu skrauti sem ég keypti líka í Ikea, minnir að rúllan hafi kostað um 100 kr. Og útkoman var ansi krúttleg. Þessi gamli kertastjaki sem ég nota aldrei,fékk smá upplyftingu. Rauð kerti og litla jólapakka. Svo var eitt ansi sniðugt í Ikea í gær, sumsé skreyttir púðar! Ég prófaði, vitaskuld er þetta ekki eins fínt og það var í Ikea. En mér finnst þetta krúttlegt og rúmið fær líka jólaskraut. Jólakökuboxin bíða nú spennt eftir að ég fari að baka og fylli…

Jólajólajól…….

Nóvember Nóvember – mikil ósköp er tíminn fljótur að líða! En nú er löglegt fyrir jólabarn eins og mig að fara aðeins að spegúlera í jólunum að alvöru. Um helgina tók ég smá skraut úr geymslunni, til þess að þrífa það náttúrlega .. en svo væri það synd að setja það aftur inn í geymslu svo það fékk sitt sæti á heimilinu. Og þannig verður það fram að jólum, lítt og lítt í einu. (eða lítt og lítt í nóvember) Ætla mér nú að eyða jólaprófalestrinum í kósí jólahúsi. .. Ég ætla að skreppa í Ikea í vikunni og næla mér í eitt og annað sem ég tel brýna nauðsyn. t.d. ætla ég að fjárfesta í þessum boxum sem ég ætla að fylla með dýrindis…

Yndisleg vika.

Yndisleg vika að baki – Elskulega mamman mín kom heim frá Noregi, Maren systir mín átti afmæli, fór með ansi góðu fólki á heimildarmyndina um Ragga Bjarna sem er að mínu mati algjör snilld – og mæli með að fólk skelli sér á hana. En náttúrlega það bestasta besta við þessa viku var að Harpa frænka mín eignaðist prinsessu s.l. fimmtudag á afmælisdaginn hennar Mæsu 🙂   Mamma og ég að hitta prinsessuna í fyrsta skiptið. En jæks, nóvember á morgun! Hvert flaug tíminn eiginlega???

Brööööööööööööns

Það sem ég elska við helgar… eða eitt af því sem ég elska við helgar er helgarbröns! Er svo heppin að eiga góða systur sem að bauð uppá ansi ljúffengt bröns í morgun… sérdeilis gott að starta deginum á eðal brönsi og rúsínan í pylsuendanum voru vöfflurnar sem voru í dessert með rjóma og heitri karmellusósu… og auðvitað heitt kakó með rjóma.. Nú sit ég södd og sæl við lestur… Ég er ekkert svo mikið að blogga um mat er það nokkuð???

Ein múffa á dag kemur skapinu í lag!

Jæja! Þá er sinna þessu blessaða bloggi :o) London var yndisleg – einsog við mátti búast. Ég og Maren systir flugum saman og hittum restina af famelíunni í London (þau flugu frá Noregi) ansi indælt að hitta þau einsog alltaf. Gátum ekki verið heppnari með betra veður – alveg yndislegt, sól og hiti allann tímann. Ég elskaði það að vera í kjól/stuttbuxum og bara í þunnri peysu með! Enginn 66° norður úlpa! Ég elska London/Bretland – klisjukennt en.. mér líður meira einsog ég sjálf þegar að ég er þar, finnst best að dunda mér ein, sitja tímunum saman á kaffihúsum með góða bók eða tímarit, í þæginlegum fötum.. og án þess að hafa áhyggjur af einu né neinu. Vera bara ein í aragrúunni af fólkinu…

1 77 78 79 80